Höllin blóði drifin

Málum bæinn rauðan.

Þessu taka sjálfstæðimenn eftir - nú er höll einokunarveldisins blóði drifin. Rauður er litur byltingar og er gjarnan tengdur beint við kommúnisma, t.d. í skáldskap. Bræður og systur sameinist, verkalýðnum blæðir á meðan aðallinn brosir.

 

valholl

 

Ég er vissulega á móti skemmdaverkum en þetta er að mínu mati saklaust. Með þessum hætti ná mótmælendur athygli fólks, og auðvitað sérstaklega fólksins sem það vill helst ná til. Það má alltaf mála húsið aftur, og verður eflaust gert strax í dag. Jú það kostar nokkrar verðlausar krónur en hvað er að fást um það. Engu að síður vona ég að mótmælin verði friðsamleg og fólk nýti sér hvorki ofbeldi né skemmdarverk til þess að koma sínu á framfæri. Það borgar sig sjaldnast.


mbl.is Máluðu Valhöll rauða í nótt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gummi Sleggja

Kúkur og piss. Þetta comment mitt er álíka þroskað og aðgerð þessa fólks í gær.

Gummi Sleggja, 13.11.2008 kl. 09:27

2 Smámynd: Eyrún Huld Haraldsdóttir

Ég sá þetta koma. Misjafnar eru skoðanirnar.

Mér finnst óþroskað að kasta eggjum og öðrum matvælum í okkar merkustu bygginar. Kaosið og lætin sem nokkrir menn buðu okkur upp á á Austurvelli á laugardaginn er ekki rétta leiðin, það var aðeins til að skemma friðsamleg mótmæli flestra viðstaddra. 

Eyrún Huld Haraldsdóttir, 13.11.2008 kl. 10:11

3 identicon

Mér finnst að þú og aðrir sem eru bara sáttir við svona "saklausa" hluti, ættuð að bjóðast til að borga fyrir skemmdirnar; svo það lendi ekki á þeim sem skrifa aldrei upp á nafnlausan skrílshátt og skemmdarverk.  Það er ansi athyglisvert að þú skulir "sjáldnast" telja ofbeldi borga sig.  Ég hlýt þá að spyrja þig hvenær þú teljir ofbeldi borga sig??

Halldór Halldórsson (IP-tala skráð) 13.11.2008 kl. 10:53

4 Smámynd: Eyrún Huld Haraldsdóttir

Ég vil ekki alhæfa og þess vegna orða ég þetta svona - auðvitað er það í langflestum ef ekki öllum tilfellum til þess að gera hlutina verri. Hins vegar eru vafalaust til dæmi þess að það hafi borgað sig, þó svo að ég nefni þau ekki hér og kýs að líta framhjá þeim. Það eru þá yfirleitt valdaníðingar sem nota ofbeldi til að ná sínu fram, við sjáum það vítt og breytt um heiminn, m.a. í gegnum sjónvarpsfréttirnar. Það leiðir aldrei til góðs þó svo að þú náir þínu fram.

Eyrún Huld Haraldsdóttir, 13.11.2008 kl. 11:04

5 Smámynd: Eyrún Huld Haraldsdóttir

...og varðandi borgun vegna skemmdarverka. Mest umrædda málið í þjóðfélaginu í dag, þetta er sandkorn miðað við það sem ég og mínir afkomendur þurfum að borga í framtíðinni vegna ,,góðærisins".  Mér finnst allt slíkt tal út í hött á þessum tímum. Væri ekki eðlilegra að þeir sem eru ábyrgir fyrir þessari stöðu borgi? Hvenær eiga þeir að axla ábyrgð, á svo miklu stærra máli en einum máluðum húsvegg í jólalit?

Eyrún Huld Haraldsdóttir, 13.11.2008 kl. 11:38

6 identicon

Já þetta er nú ekki svo alvarlegt, og mjög svo táknrænt fyrir þann sem er að mótmæla Sjálfstæðisflokknum, myndi flokka þetta undir "góð" mótmæli, allavega mun betri en þau sem hafa farið fram hingað til, þar sem eggjum er kastað og fólk hvatt til að borga ekki af lánunum sínum, hvað helduru að kosti að kalla út alla lögreglumenn höfuðborgarinnar? Það er miklu dýrara en að mála einn vegg!! Það kalla ég SLÆM mótmæli. Sjaldnast borgar ofbeldi sig, auðvita getur ofbeldi verið nauðsynlegt á einhverjum tímapunkti þó það sé með öllu óþarfi yfirleitt.

Andrir (IP-tala skráð) 14.11.2008 kl. 08:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Eyrún Huld Haraldsdóttir
Eyrún Huld Haraldsdóttir
Kona, dóttir, systir, frænka, vinkona og móðir. Ættuð af Fjöllunum í annan legginn og Skaganum í hinn. B.A.próf í íslensku - kennari í framhaldsskóla.

Mars 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 898

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband