Þá er ég ólögleg...

...síðast snjóaði hér norðan heiða í gær svo ég ætla ekki að rjúka til og skipta yfir á sumardekkin. Í ,,brekkubæ", eins og Akureyri, þar sem ekkert er sandað eða saltað er varla annað hægt en að keyra um á nöglum. Þetta hlýtur að fara eftir aðstæðum hverju sinni. Ég kom yfir Möðrudalsöræfi í fyrradag og þá hefði ekki verið gaman að vera naglalaus...ó nei.
mbl.is Tími nagladekkjanna liðinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Þessi reglugerð um nagladekk er greinilega saminn af einhverjum sem aka saltaðar götur höfuðborgarsvæðisins. Það er hins vegar þannig að bílar eru gjarnan notaðir til ferða á milli staða og því er ekki nóg að autt sé á suðvesturhorninu, þar sem yfirleitt vorar þremur vikum fyrr en fyrir norðan og austan. Ég gæti hæglega tekið vetrardekkin undan hér á Akranesi strax en ætli ég norður, t.d. í þessum mánuði eða fyrrihluta maí er ég viss um að þeir daga koma að full þörf er fyrir vetrardekkin. Í það minnsta á fjallvegum.

Haraldur Bjarnason, 15.4.2009 kl. 20:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Eyrún Huld Haraldsdóttir
Eyrún Huld Haraldsdóttir
Kona, dóttir, systir, frænka, vinkona og móðir. Ættuð af Fjöllunum í annan legginn og Skaganum í hinn. B.A.próf í íslensku - kennari í framhaldsskóla.

Apríl 2024

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 923

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband