Dvel ég í draumahöll...

Sonur minn er farinn að taka upp á því að vakna um miðjar nætur aðeins til þess að spjalla. Stundum syngur hann fyrir mig. Stundum biður hann um að fara fram og horfa á barnatímann. Þegar úrill, svefndrukkin móðirin svarar honum og útskýrir að það sé hánótt tekur hann því yfirleitt vel, kúrir áfram og sættir sig við staðreyndir málsins og á endanum sofnar hann vært (hjúkket fyrir móðurina!).

sleep

Ég vil helst sofa þannig að ég snúi mér undan rekkjunautum mínum. Í nótt tók sonurinn upp á því að vakna enn einu sinni, mig minnir að klukkan hafi verið að nálgast fjögur. Sonurinn byltir sér og segir með blíðri en helst til sorgmæddri röddu: Mamma, ertu ekki vinur minn? Móðurinni bregður við þessari hjartnæmu athugasemd sonarins og svarar: Jú auðvitað elskan mín. Sonurinn spyr aftur: ,,Af hverju er þá hausinn á þér svona, snúðu þér til mín."

Smile Litla skinnið Smile

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bryndís Valdimarsdóttir

Ooo en sætt!

Bryndís Valdimarsdóttir, 19.11.2008 kl. 12:59

2 identicon

Æjjj en ótrúlega krúttlegt..

Bogga (IP-tala skráð) 19.11.2008 kl. 15:39

3 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Hann er alltaf flottastur

Haraldur Bjarnason, 19.11.2008 kl. 18:07

4 identicon

Æ hann er nú meira krúttið :)  ótrúlegt hvað þessi blessuðu börn eru að spá og spekúlera...

Gunna (IP-tala skráð) 19.11.2008 kl. 21:32

5 Smámynd: Berglind Berghreinsdóttir

já   elsku börnin maður veit aldrei hvernig þau túlka minnstu "smáatriði" ...að okkar mati ... Þau eru yndisleg....

Berglind Berghreinsdóttir, 21.11.2008 kl. 13:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Eyrún Huld Haraldsdóttir
Eyrún Huld Haraldsdóttir
Kona, dóttir, systir, frænka, vinkona og móðir. Ættuð af Fjöllunum í annan legginn og Skaganum í hinn. B.A.próf í íslensku - kennari í framhaldsskóla.

Apríl 2024

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband