Vefarinn...

...mikli frá Kasmír er eftir allt ekki svo óspennandi bók.

vefarinn_809431.jpg

Ég man eiginlega ekki eftir að hafa lesið hana í menntaskóla, held reyndar að ég hafi oftast sofið með hana á andlitinu í stað þess að rýna í þá merku speki sem Nóbelskáldið setti á blað.

Nú eru nokkrir nemenda minna að lesa söguna og því ákvað ég að leggja í hana á ný. Ég sé ekki eftir því. Sagan er vissulega langdregin á köflum og ég skil það vel að ungu fólki þyki hún strembin. Á stundum virðist sem enginn sé söguþráðurinn, ótengdar myndir, hugsanir, trú og heimspeki flæða um án nokkurrar stefnu. Þarna eru hugrenningar áttavilts pilts sem flögrar úr einni fílósófíunni í aðra eins og blindur andarungi. Steinn Elliði leitar sjálfsins og lesandinn er ferðafélagi hans í áður ókunnum heimum.

Það að finnast sagan áhugaverð og jafnvel góð er kannski þroskamerki. Ég er kannski, eftir allt saman, enginn unglingur lengur Blush


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Eyrún Huld Haraldsdóttir
Eyrún Huld Haraldsdóttir
Kona, dóttir, systir, frænka, vinkona og móðir. Ættuð af Fjöllunum í annan legginn og Skaganum í hinn. B.A.próf í íslensku - kennari í framhaldsskóla.

Apríl 2024

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband