Páskakveðja

Maður verður latari í blogginu með hækkandi sól. Ég ákvað engu að síður að kasta á ykkur kveðju, svokallaðri páskakveðju:

Gleðilega páska. Hafið það gott yfir páskahátíðina í faðmi vina og fjölskyldu!

Ég er stödd í höfuðborginni en flýg austur á Héraðið fagra á morgun.

Borðið yfir ykkur, lifið og njótið!

easter.jpg


Brrrr...

Ég fékk kjánahroll við að hlusta á örstutt brot úr ræðu Davíðs í dag.

Mikið er nú skemmtilegt hvernig hann talar um fólkið sem vinnur hörðum höndum við að reyna að bjarga okkur upp úr mesta skítnum. Mikið er gaman að hann virðist hafa gleymt hverjir komu okkur í skítinn. Mikið er gaman að hann geri sér fulla grein fyrir sinni þáttöku í hruninu mikla. Mikið er nú gaman hvernig fullur salur Sjálfstæðismanna var sem dáleiddur, gleymdi öllu öðru og saug inn hvert einasta hrokafulla orð sem herrann sjálfur lét út úr sér. Mikið var þetta allt saman hlægilegt. Og kjánalegt. Brrr...kjánahrollur.

Höldum endilega áfram með krossfestingar af þessu tagi.


Æ nei

...þá á ég bara tvo mánuði eftir af æsku minni...svo byrja ég að eldast, gleyma og hrörna Woundering

Viðbót: fréttin hefur dottið út eða ekki tengst. Vísindamenn hafa sem sagt komist að því að fólk byrjar að hrörna og eldast andlega eftir 27 ára aldurinn...


Já er það ekki?

Jahérna hér... Hvað er í gangi? Er Árni Johnsen nú virkilega einn af þeim sem við þurfum til að byggja upp nýtt þjóðfélag á traustum og hreinum grunni.

Ég á ekki orð.


mbl.is Árni kominn í annað sætið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Eyrún Huld Haraldsdóttir
Eyrún Huld Haraldsdóttir
Kona, dóttir, systir, frænka, vinkona og móðir. Ættuð af Fjöllunum í annan legginn og Skaganum í hinn. B.A.próf í íslensku - kennari í framhaldsskóla.

Maí 2024

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband