Nú er ég hlessa.
Hér er ég stödd í MA þar sem Rúv-menn eru að koma sér fyrir, með tilheyrandi tæki og tól, vegna borgarafundarins í kvöld. Þessum fundi verður sjónvarpað héðan úr Kvos MA. Gott og blessað.
Á Laugardaginn er svo Söngkeppni framhaldsskólanna, sem Rúv-menn ákváðu að sjónvarpa ekki, eins og venja hefur verið síðustu ár, vegna sparnaðar. Hvaða sparnaðar? Hér er útsendingarbíllinn úti á hlaði og allt til alls. Hvernig stendur eiginlega á þessu? Fyrst tækin eru hér, tæknimennirnir, sminkur og hvaðeina er komið hér norður yfir heiðar, hvert er þá vandamálið?
Við sem höfum áhuga þurfum ekki að örvænta því Stöð 2 er hetjan á hvíta hestinum, fyrst með spurningakeppni fjölmiðlanna um páskana og nú með söngkeppni framhaldskólanna, heyr, heyr!
Dægurmál | 16.4.2009 | 12:40 (breytt kl. 16:24) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Tími nagladekkjanna liðinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | 15.4.2009 | 16:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Mikið er gaman að sjá hvernig Susan Boyle kemur Simon og félögum á óvart.
Þetta kennir okkur enn og aftur að dæma ekki eftir útlitinu. Ég hugsa að gæðin hafi verið aðeins betri í sjónvarpinu en á Youtube...en við látum þetta duga.
Dægurmál | 15.4.2009 | 14:12 (breytt kl. 14:15) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
...ég yrðu brjáluð ef ég kæmi heim til mín einn daginn og húsið væri fullt af ókunnugu fólki, vopnuðu jógúrti og ávöxtum...eða hrædd bara. Svei mér þá.
Sextán handteknir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | 15.4.2009 | 10:40 (breytt kl. 10:44) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)