Sumarfrí...

Loksins - mikið er ljúft að vera komin í frí :)

Nú tekur við ættarmót í Möðrudal næstu helgi, það verður ljúft. Annars er nokkuð þétt skipulag í allt sumar; ættarmót á Suðurlandi, Reykjavíkurferð, Austurferð, Borgarfjörður og Bræðslan, Strandirnar, U2 á Wembley...o.s.frv. Gleði og glaumur út í gegn.

Njótið sumarsins - það ætla ég að gera.

Sjáumst á Bræðslunni - miðar á www.midi.is :)


Vantar þig íbúð í 101 Rvk í sumar?

Frábær 3ja herbergja íbúð í Skerjafirði til leigu í sumar (júní-ágúst). Leiguverð er samkomulag. Húsgögn geta fylgt auk þvottavélar.

 bauganes2.jpg

Láttu boðskapinn endilega berast ef þú veist um einhvern sem vantar íbúð á þessu tímabili! Wink

p.s. barnið á myndinni fylgir ekki með! LoL


Skítajobb?


Glæsilegt

Mikið var gaman að fylgjast með keppninni í gær.

Norska Hvít-Rússneska sjarmatröllið tók þetta með stæl eins og ég var búin að spá. Norska ríkið er, ef til vill, hvort sem er eitt af fáum ríkjum sem hafa efni á því að halda keppnina.

Jóhanna okkar var sem stolt íslensk fjallkona, söng eins og engill og skilaði sínu með stakri prýði. Þriðja sætið læt ég liggja á milli hluta. En kvöldið var skemmtilegt, hrein og tær fjölskylduskemmtun, grill og gleði í góðum félagsskap.

yohanna.jpg
Það er nauðsynlegt að fylla á Eurovision-gleðikvóta Eurovisionglaðrar þjóðar eins og okkur Íslendinga. Við getum þetta eftir allt! Yes it´s true, and no it ain´t over... Wink
mbl.is Ísland varð efst í undanúrslitunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Eyrún Huld Haraldsdóttir
Eyrún Huld Haraldsdóttir
Kona, dóttir, systir, frænka, vinkona og móðir. Ættuð af Fjöllunum í annan legginn og Skaganum í hinn. B.A.próf í íslensku - kennari í framhaldsskóla.

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband