Hér fyrir norðan klæðast fjöllin nú hvítum fötum, ekki alveg til táar þó, en frá toppi og vel niður hlíðar.
Mér finnst veturinn hafa einhvern notalegan blæ yfir sér. Nú fer maður að kveikja á kertum og kúra með sínum nánustu á köldum og dimmum vetrarkvöldum. Samviskubitið yfir því að húka heima hverfur. Við taka göngutúrar í frosti og snjó þar sem marrar undan fótum manns, sundferðir þar sem maður getur átt von á slyddu, snjókomu eða hagléli á hverri stundu, sleðaferðir með einkasyninum, eintóm gleði og hamingja.
Eina sem ég kvíði er að komast leiðar minnar akandi hér á Akureyri. Mokstursmálin í bænum eru ekki til fyrirmyndar og það getur verið taugastrekkjandi að aka um á glerhálum vegi með einkasoninn í aftursætinu. Tölurnar segja líka sitt, það er ekki að ástæðulausu sem fjöldi umferðaslysa er mestur hér norðan heiða yfir vetrartímann. Hver veit, kannski verður þessum málum kippt í lag fyrir veturinn, maður getur alltaf vonað og verið bjartsýnn...
Kom þá þú vilt vetur konungur - því þá styttist líka þægilega mikið í jólin...
Snjór og hálka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Dægurmál | 27.9.2008 | 20:43 (breytt kl. 21:53) | Facebook
Athugasemdir
Hey þú kominn með mbl blogg!
En já mokstursmál hér á Akureyri eru til háborinnar skammar!!
Spurning um að labba bara með nóa þegar slæm færð er?
Andrir (IP-tala skráð) 27.9.2008 kl. 23:42
Já Andri - þú ert næstur!
Þú tekur að þér að labba með Nóa á morgnana - segjum það, þá er það ákveðið!
Eyrún Huld Haraldsdóttir, 28.9.2008 kl. 10:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.