Í þetta sinn tek ég þátt.
Það var sumarið 2006 sem litla fjölskyldan hélt af stað úr Skerjafirði og lagði, eins og svo oft áður, land undir fót. Ferðinni var heitið í Bárðardalinn. Ég var mjög spennt fyrir ferðinni enda hafði ég aldrei komið á þennan stað áður. En mikið hafði ég heyrt og margar sögurnar sem amma Magga sagði mér enn ferskar í minni. Nú skyldi stórfjölskyldan fá að eyða einni helgi þar sem amma ólst upp, í Stóru-Tungu í Bárðardal.
Ferðalagið gekk vel og á móti okkur tók þessi langi og fallegi dalur sem á tímabili virtist endalaus, svo mikil var tilhlökkunin. Við hittum loks fólkið okkar og komum okkur fyrir í þessu yndislega umhverfi.
Á laugardeginum fór hersingin af stað. Aldeyjarfoss beið okkar og ég vissi í raun ekkert hvað ég var að fara út í. Við gengum í þó nokkurn tíma í dásamlegri sumarblíðu og steikjandi hita. Ég varð ekki fyrir vonbrigðum, þvert á móti, fossinn og stuðlabergið í kring hreif mig á svipstundu. Við eyddum deginum í leik og göngu um svæðið og upplifunin var ævintýri líkust.
Eftir þessa ferð vissi ég enn betur hvað amma Magga var að tala um. Hún var alls ekkert að ýkja.
Aldeyjarfoss er ein af okkar fegurstu perlum og það er okkar skylda að vernda þennan sameiginlega fjársjóð. www.skjalfandafljot.is
![]() |
Krafturinn í fórum þjóðarinnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Eldri færslur
Bloggvinir
Af mbl.is
Innlent
- Löng bið eftir líki
- Stuðningsmenn Liverpool glöddust á fjölskylduhátíð
- Í Kína er mest hugað að nútíð og framtíð
- Skildi að Eva væri orðlaus
- Skiptist á sögum við aðdáendur
- Vélstjórinn spilar á pípuorgelið
- Líðan mannsins stöðug
- Pútín hæðist að friðarviðræðum með árásum
- Voru teknir langt yfir hámarkshraða
- Íslendingur hlaut Emmy-verðlaun annað árið í röð
Erlent
- Gefur Hamas sína hinstu viðvörun
- Gerðist plötusnúður 65 ára og slær nú í gegn
- Verkföll lama neðanjarðarlestakerfið í nokkra daga
- Íhuga að hýsa hælisleitendur á herstöðvum
- Treystir á hörð viðbrögð Bandaríkjanna
- Segir árásina birtingarmynd grimmdar stjórnvalda
- Telur Rússa kanna viðbragð með umfangsmikilli árás
- Fjórir látnir í mestu loftárásunum til þessa
- Japanski forsætisráðherrann segir af sér
- Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.9.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.