Átak gegn virkjun

Í þetta sinn tek ég þátt.

Það var sumarið 2006 sem litla fjölskyldan hélt af stað úr Skerjafirði og lagði, eins og svo oft áður, land undir fót. Ferðinni var heitið í Bárðardalinn. Ég var mjög spennt fyrir ferðinni enda hafði ég aldrei komið á þennan stað áður. En mikið hafði ég heyrt og margar sögurnar sem amma Magga sagði mér enn ferskar í minni. Nú skyldi stórfjölskyldan fá að eyða einni helgi þar sem amma ólst upp, í Stóru-Tungu í Bárðardal.

fossinn

Ferðalagið gekk vel og á móti okkur tók þessi langi og fallegi dalur sem á tímabili virtist endalaus, svo mikil var tilhlökkunin. Við hittum loks fólkið okkar og komum okkur fyrir í þessu yndislega umhverfi.

 

 Á laugardeginum fór hersingin af stað. Aldeyjarfoss beið okkar og ég vissi í raun ekkert hvað ég var að fara út í. Við gengum í þó nokkurn tíma í dásamlegri sumarblíðu og steikjandi hita. Ég varðVið mæðgurnar við Aldeyjarfoss ekki fyrir vonbrigðum, þvert á móti, fossinn og stuðlabergið í kring hreif mig á svipstundu. Við eyddum deginum í leik og göngu um svæðið og upplifunin var ævintýri líkust.

 

Fjölskyldan

 

Eftir þessa ferð vissi ég enn betur hvað amma Magga var að tala um. Hún var alls ekkert að ýkja.

 

Aldeyjarfoss er ein af okkar fegurstu perlum og það er okkar skylda að vernda þennan sameiginlega fjársjóð. www.skjalfandafljot.is

 

 

 


mbl.is Krafturinn í fórum þjóðarinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Eyrún Huld Haraldsdóttir
Eyrún Huld Haraldsdóttir
Kona, dóttir, systir, frænka, vinkona og móðir. Ættuð af Fjöllunum í annan legginn og Skaganum í hinn. B.A.próf í íslensku - kennari í framhaldsskóla.

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband