Vitur maður sagði...

...mér eitt sinn að maður ætti alls ekki að kenna fyrir þrítugt. Það væri hrein fásinna.

 

Þegar ég opnaði launaumslagið mitt í dag, sem í raun er rafrænt skjal í heimilisbankanum, hugsaði ég til þessa manns - aha hann vissi vel hvað hann var að segja. Þrátt fyrir krefjandi og mikla vinnu, BA próf í mínu fagi auk kennslufræðidiplómu hef ég síður en svo mannsæmandi laun.

Sem betur fer er starfið mitt skemmtilegt og hæfir mér vel. Að starfa í því margbreytilega umhverfi sem skólinn er eykur hjá manni vilja og þolinmæði til að halda ótrauður áfram þrátt fyrir allt...

Eitt að lokum: hvenær ætlar hann að hætta að snjóa?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Jamm þetta með launin á nú ekki bara við kennara. Þegar ég var ríkisstarfsmaður var ég á sambærilegum launum og grunnskólakennari með sömu starfsreynslu. Nú er ég ekki ríkisstarfmaður og kennarinn kominn langt fram úr mér. Það snjóar auðvitað alltaf fyrst á Brekkunni en nú er allt orðið hvítt hér í Þorpinu líka. - Hausthret sem gengur yfir - Svo kemur sunnanátt aftur. - Þetta er bara það sem gerst hefur síðustu ár.

Haraldur Bjarnason, 1.10.2008 kl. 21:21

2 Smámynd: ÞJÓÐARSÁLIN

Þessi maður var nú ekki svo vitur. Bestu ár kennarans eru um leið og hann útskrifast. Laun heimsins eru vanþakklæti, nema þau laun sem koma frá krökkunum

ÞJÓÐARSÁLIN, 1.10.2008 kl. 21:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Eyrún Huld Haraldsdóttir
Eyrún Huld Haraldsdóttir
Kona, dóttir, systir, frænka, vinkona og móðir. Ættuð af Fjöllunum í annan legginn og Skaganum í hinn. B.A.próf í íslensku - kennari í framhaldsskóla.

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband