...í næsta sinn.
Ég fékk samviskubit klukkan 11 í morgun. Við, litla fjölskyldan, vorum enn á náttbuxunum, en þó löngu komin á fætur þegar dyrabjöllunni er hringt. Litlu guttinn hleypur til dyra og úti stendur lítil stúlka með söfnunarbauk í hend, með í för eru foreldrar stúlkunnar og lítið systkini. Við tíndum saman þann lausa pening sem til var í húsinu og hjálpuðumst að mæðginin við að setja í baukinn. Þegar ég lokaði dyrunum skammaðist ég mín fyrir að vera of ,,upptekin" til að taka þátt í söfnuninni af alvöru.
Ég leit upp til fjölskyldunnar sem stóð á tröppunum hjá mér. Fjölskyldunnar sem hafði rifið sig upp eldsnemma til þess að ganga til góðs og hjálpa öðru fólki. Þetta er ekki bara stuðningur við málstaðinn og góð heilsubót heldur nýtir maður tækifærið og fræðir börnin sín í leiðinni, þau læra að maður getur lagt sitt af mörkum og hjálpað þeim sem eiga um sárt að binda.
Ég ákvað að taka þátt næst, þá göngum við til góðs.
p.s. til að friða samvisku mína nú undir kvöld hugsaði ég með mér...einhver hlýtur að þurfa að vera heima til að taka á móti söfnurum og gefa pening, ég tók það verkefni að mér þetta árið...
![]() |
Dræm þátttaka í Göngum til góðs |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Dægurmál | 4.10.2008 | 22:10 (breytt kl. 22:23) | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.