...vaknaði upp við vondan draum í dag. Ég veit ekki hvers vegna það gerðist í dag en ekki löngu fyrr.
Ég byrjaði að leggja fyrir í aukalífeyrissjóð árið 1999, þá 18 ára gömul. Ég var mjög stolt af mér og hef verið síðustu ár. Ég hef aldrei átt of mikið af peningum svo sultarólin var hert um eitt gat, maður verður jú að hugsa um framtíðina.
Fyrir tveimur árum hringdi fulltrúi frá Vista, séreignarsjóði Kaupþings, í mig og bauð mér að flytja sparnaðinn yfir til þeirra, sem ég gerði þar sem Kaupþing var minn banki... Ég hef safnað mér dágóðri summu sem kemur sér vel þegar maður kemst á eftirlaun...en hvar er summan mín í dag? Engin svör - engin veit.
Ég hefði betur eytt þessum peningum á síðustu 7 árum og haft það aðeins betra. Auðvelt að vera vitur eftir á.
Tilboði lífeyrissjóða hafnað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Eldri færslur
Bloggvinir
Af mbl.is
Fólk
- Sjónvarpsverðlaun afhent í fyrsta sinn
- Herra Hnetusmjör fagnar átta árum edrú
- Katrín prinsessa laumaðist á fund í Windsor-kastala
- Endurgerði þekkt kvikmyndaveggspjald buxnalaus
- Liam Payne borinn til grafar
- Elton John mætti allnokkrum kílóum léttari
- Fyrrverandi Playboy-kanína fær ekki aðgang að stefnumótaforriti
- Jarðarför Liams Payne í dag
- Vaknar grátandi af söknuði um miðjar nætur
- Náði botninum við dánarbeð ömmu sinnar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 1100
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég átti smá viðbótarsparnað hjá Glitni. Tók hann út í fyrra, þar sem ég erkomin á örorku og átti þá stundina lítinn pening, hafði eytt í vileysu. Í huganum skammaði ég sjálfa mig dálítið fyrir að þurfa að taka þetta út þá. Í dag er ég svo Guðs lifandi fegin að hafa gert það.
Þú átt fyllstu samúð mína, þetta hlýtur að vera sárt. Huggun að þú ert ung og hraust og vinnur þetta upp með tímanum. En maður treystir bönkum varlega eftir þetta.
Greta Björg Úlfsdóttir, 17.10.2008 kl. 12:53
Það kom fram að almennar innistæður í bönkum og séreignarlífeyrissjóðum ættu að vera að fullu tryggðar og síðan ætti að athuga hve mikið yrði hægt að tryggja af peningamarkaðssjóðunum. Séreignarlífeyrissjóðurinn hjá Vista ætti því að vera öruggur.
Axel (IP-tala skráð) 17.10.2008 kl. 13:01
Eyrún, ég held að Vista sé skipt upp í frá 1-5 þannig að þú ættir að skoða hjá Kaupþingi hvernig þeir eða þú hafa deilt þínu framlagi í gegnum árin. Þetta er bara eitt símtal. Það er aldrei að vita að þú hafir veðjað á réttan hest. Hringdu.
365, 17.10.2008 kl. 13:09
Sæl. Þú getur séð stöðuna og fjárfestingastefnu á sjóðnum þínum í heimabanka Kaupþings.
Sjóðir Kaupþings hafa verið að minnka áhættu undanfarið ár, þannig að skerðing á sjóðnum þínum ætti að vera minniháttar.
Kaupþing (IP-tala skráð) 17.10.2008 kl. 14:05
Takk fyrir þessar upplýsingar - ég skoða málið betur. Vonandi fara mál bankans að skýrast svo hægt verði að byggja upp á ný. Þið hafið stappað í mig stálinu - það er enn von um að eitthvað sé eftir...
Og þetta er klárlega góð þjónusta hjá Kaupþingi, persónuleg skilaboð í gegnum bloggið - ekki amalegt
Eyrún Huld Haraldsdóttir, 17.10.2008 kl. 16:43
Það er ömurlegt að lenda í þessu Eyrún. Ég ætlaði líka að vera skynsöm og spara og er sennilega búin að tapa hluta af því (þetta eru ekki stórar upphæðir en þetta er samt fúlt).
Bryndís Valdimarsdóttir, 17.10.2008 kl. 18:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.