Mikið er nú leiðinlegt að versla ,,íslenskar" vörur merktar þessu víðförla ,,vörumerki" Made in China.
Nú er sífellt verið að tala um auðinn sem við eigum í íslenskri framleiðslu af ýmsu tagi. Hvers vegna flytja stór fyrirtæki, eins og 66 gráður norður, ekki starfsemi sína, alla vega hluta hennar, hingað til lands? Jú það er eflaust ódýrara að sauma fötin í Kína en af hverju ekki að sjá sóma sinn í að styðja íslenska framleiðslu, búa til ný störf og styrkja þjóðarbúið?
Draumajakkin minn hvílir þessa dagana á öxlum hauslausrar gínu í verslun Sjóðklæðagerðarinnar. Í dag fékk ég heimsókn frá frænku sem er búsett í Noregi, og viti menn, jú hún klæddist þessum draumajakka í fagur appelsínugulum lit. Ég tímdi alls ekki að kaupa mér jakkann þar sem hann kostaði ,,litlar" 35 þúsund krónur... Hún hafði ákveðið að hún skyldi leyfa sér að kaupa jakkann, enda ekkert að því, hún jú komin frá Noregi og íslenskan krónan mjög hagstæð fyrir túrista þessa dagana plús tax free.
Svo ég komi mér að efninu þá kíktum við frænkur í búðir á Glerártorgi í dag. Ég varð auðvitað að koma við í fyrrnefndri verslun og máta gripinn, draumajakkann. Hann var flottur, flottari en í gær en við tókum eftir því að hann var ekki verðmerktur. Konan í búðinni útskýrði fyrir okkur að í dag væri allsherjar verðhækkun í gangi í búðinni svo það þyrfi að verðmerkja allt upp á nýtt...úpps!
Þetta er vissulega ókosturinn við erlenda framleiðslu á annars ,,íslenskum" vörum. Í dag er markaðurinn svo óhagstæður að fyrirtæki verða að grípa til þessa ráðs. Almenningur á klárlega eftir að finna fyrir þessu á næstu mánuðum, og jólin nálgast...
Frænka mín spókaði sig hins vegar glöð og ánægð um miðbæ Akureyrar - í draumajakkanum sem kostaði 35 þúsund í gær en 42 þúsund í dag
Flokkur: Dægurmál | 21.10.2008 | 21:42 (breytt kl. 21:45) | Facebook
Eldri færslur
Bloggvinir
Af mbl.is
Viðskipti
- Icelandair færir eldsneytið til Vitol
- Arkitektar ósáttir við orðalag forstjóra FSRE
- Ný ríkisstjórn þurfi að hafa hraðar hendur
- Indó lækkar vexti
- Hlutverk Kviku að sýna frumkvæði á bankamarkaði
- Þjóðverjar taka við rekstri Fríhafnarinnar
- Trump lyftir Bitcoin-verði í hæstu hæðir
- Ekki svigrúm til frekari launahækkana
- Sækja fjármagn og skala upp
- Óttast að fólk fari aftur að eyða peningum
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 1100
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Eyrún kauptu vörur eins og þær matvörur sem eru undir merki ORA, mest allt framleitt í Portúgal eða einhversstaðar annarsstaðar en á Íslandi, sama er með sardínur undir nafninu Náttúra. Þetta er allt fals.
Haraldur Bjarnason, 21.10.2008 kl. 22:13
Æi ég vildi að ég hefði efni á að gefa þér þennan jakka, er viss um að þú sért alveg ótrúlega sæt í honum. En þar sem auðmenn landsins hafa verið ötulir við að gera þessar nokkrar krónur sem ég á að ekki neinu.... (eða þær verða allavega að ekki neinu þegar verðbólgan er búin að éta þær upp) þá sé ég mér ekki fært um að kaupa hann handa þér að sinni.
Íslensk framleiðsla verður sennilega alltaf komin frá útlöndum að einhverju leyti. Þó að Brúnás-Innréttingar teljist algjörlega íslensk framleiðsla erum við samt að kaupa meirihlutann af okkar efni erlendis frá. En framleiðslan er íslensk, hönnunin er íslensk. Þó svo að við veðum alltaf að einhverjum hluta komin uppá útlendinga þá getum við gert margt sjálf.
Ég vil svo minna á íslenskan landbúnað.... kaupum íslenskt. Ég er búin að vera í slátri, heimalógun og kjötfarsgerð í bílskúrnum. Er meira að segja farin að skipta á fiski og kjöti, svona til að drýgja heimilstekjurnar.... ég er að taka þetta alla leið :)
Sigrún Jóna Hauksdóttir (IP-tala skráð) 22.10.2008 kl. 09:17
Já þetta er mjög asnalegt, finnst að þessi fyrirtæki ættu að sjá sóma sinn í því að flytja alla þá starfsemi sem hægt er að hafa hér á landi til landsins.
Og ég trúi nú ekki öðru en að 66 geti borgað íslensku vinnuafli þar sem vörurnar eru nógu andskoti dýrar.
Andrir (IP-tala skráð) 22.10.2008 kl. 10:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.