Flóð

 utsvar

Útsvar eru ágætir þættir. Sigmar og Þóra standa sig vel en öllum verður á í messunni, einhvern daginn.  Mín ágæta fyrrum nágrannakona Ólöf Ýrr var í liði Garðabæjar í kvöld. Í öllum æsingnum, sem oft vill verða í þessum þætti, helltist niður úr vatnsglasi og fossaði yfir Ólöfu. Hún biður, eins og eðlilegt er, um tusku. Leiknum  er haldið áfram smástund - svo kemur augnabliks þögn, sem Sigmar grípur á lofti og notar til að spyrja Ólöfu:

,,Ertu mjög blaut?" 

Vandræðaleg þögn... Fólkið leit hvert á annað... enn meiri vandræðaleg þögn - úpps. Við Andri bróðir lágum í hláturskasti í stofusófanum og földum andlitin undir koddum. Vandæðalegt var það, ó já.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Hló örugglega jafn mikið og Andri bróðir þinn og þú.

Haraldur Bjarnason, 25.10.2008 kl. 08:02

2 Smámynd: Bryndís Valdimarsdóttir

Góður!

Bryndís Valdimarsdóttir, 25.10.2008 kl. 08:57

3 identicon

Hehehe já þetta var tær snilld, Sigmar á það til að vera óheppinn með orð.

Andrir (IP-tala skráð) 27.10.2008 kl. 09:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Eyrún Huld Haraldsdóttir
Eyrún Huld Haraldsdóttir
Kona, dóttir, systir, frænka, vinkona og móðir. Ættuð af Fjöllunum í annan legginn og Skaganum í hinn. B.A.próf í íslensku - kennari í framhaldsskóla.

Apríl 2025

S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband