Útsvar eru ágætir þættir. Sigmar og Þóra standa sig vel en öllum verður á í messunni, einhvern daginn. Mín ágæta fyrrum nágrannakona Ólöf Ýrr var í liði Garðabæjar í kvöld. Í öllum æsingnum, sem oft vill verða í þessum þætti, helltist niður úr vatnsglasi og fossaði yfir Ólöfu. Hún biður, eins og eðlilegt er, um tusku. Leiknum er haldið áfram smástund - svo kemur augnabliks þögn, sem Sigmar grípur á lofti og notar til að spyrja Ólöfu:
,,Ertu mjög blaut?"
Vandræðaleg þögn... Fólkið leit hvert á annað... enn meiri vandræðaleg þögn - úpps. Við Andri bróðir lágum í hláturskasti í stofusófanum og földum andlitin undir koddum. Vandæðalegt var það, ó já.
Flokkur: Dægurmál | 24.10.2008 | 23:09 (breytt 25.10.2008 kl. 10:35) | Facebook
Athugasemdir
Hló örugglega jafn mikið og Andri bróðir þinn og þú.
Haraldur Bjarnason, 25.10.2008 kl. 08:02
Góður!
Bryndís Valdimarsdóttir, 25.10.2008 kl. 08:57
Hehehe já þetta var tær snilld, Sigmar á það til að vera óheppinn með orð.
Andrir (IP-tala skráð) 27.10.2008 kl. 09:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.