Nútímatækni

...ég hálfvorkenni manninum. Það er mannlegt að gera mistök. En mér finnst hann trúr samvisku sinni og þjóðinni allri með því að segja af sér. Fleiri, þið vitið hverjir, mættu taka hann sér til fyrirmyndar hvað þetta varðar.

Enn á ný sýnir það sig og sannar að nútímatæknin getur verið hættuleg. Við erum nýbúin að vinna með skáldsöguna Pilt og stúlku í skólanum þar sem sendibréf milli manna misfarast og úr verður allsherjar misskilningur sem setur mark sitt á líf persóna. Nemendur voru margir hverjir á þeirri skoðun að nútímatækni s.s. sms og tölvupóstur kæmu í veg fyrir að einkamál manns lentu í röngum höndum. Sú er alls ekki raunin, ef eitthvað er má segja að þessi ,,opni" heimur sem við búum í sé vafasamari og ,,hættulegri" að mörgu, ef ekki öllu, leyti.


mbl.is Bjarni segir af sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Eyrún Huld Haraldsdóttir
Eyrún Huld Haraldsdóttir
Kona, dóttir, systir, frænka, vinkona og móðir. Ættuð af Fjöllunum í annan legginn og Skaganum í hinn. B.A.próf í íslensku - kennari í framhaldsskóla.

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband