Væri ekki nær að finna nýtt nafn á bandið?
Nú eru aðalspírurnar horfnar, fyrst Valgeir, svo Ragga og nú síðast Egill. Birgitta fyllti spor Röggu um sinn, það er svo sem í lagi þó erfitt sé, en nú á Jónsi að taka við af Agli...eða hvað? Birgittu hefur snúið sér að öðru svo Jónsi og Hara-systur koma fram með hljómsveitinni í kvöld, þar sem aðeins þrír eru eftir af þeim sjö sem áður voru.
Ég veit ekki hvort hið eina og sanna stuð fylgi þessu bandi lengur.
Samstöðutónleikar Bubba í kvöld | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Dægurmál | 15.11.2008 | 17:24 (breytt kl. 20:12) | Facebook
Athugasemdir
Sjö upprunalegu? Stuðmenn voru jú sjö um tíma, en höfðu kominir fast að fermingaraldri þegar þeir náðu þeirri tölu og gefið út fjölda platna.
Þú gleymir alveg Sigurði Bjólu. Hann samdi og söng sum þeirra bestu lög, t.d. Í bláum skugga.
Ingvar Valgeirsson, 15.11.2008 kl. 18:08
Já takk fyrir ábendinguna - ég miða við síðan ég man eftir mér
Eyrún Huld Haraldsdóttir, 15.11.2008 kl. 19:51
Sama hér - sem sýnir að ég er orðinn gamli fúli kallinn... best að bursta fölsku tennurnar, bóna hvirfilskallann og æfa sig á harmonikkuna.
Ingvar Valgeirsson, 16.11.2008 kl. 18:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.