Síðustu daga hef ég fengið áróðurspósta í tonnatali þess efnis að ég eigi að hunsa Bónus - ég hunsa þessa pósta. Mig munar um peningana. Vissulega búum við hér fyrir norðan við betra úrval, hér eru jú Hagkaup og Nettó. En á mínum heimaslóðum, Egilsstöðum, verður fólk að velja milli Kaupfélagsins og Bónus. Vissulega verslar maður á báðum stöðum en ég verð að viðurkenna að stórinnkaup geri ég í Bónus og versla svo það sem á vantar í KHB.
Á þessum síðustu og verstu tímum hefur maður ekki efni á því að útiloka þá sem bjóða lægsta verðið. Glæpamenn eða ekki glæpamenn, ég veit vel að Bónus er engin góðgerðastofnun en verðið talar sínu máli, hér er brot úr verðkönnun sem var gerð á Akureyri nýlega:
Vöruflokkar | Bónus | Nettó | Samkaup Úrval | Hagkaup | Samkaup Strax | 10-11 | Hæsta verð | Lægsta verð |
Nýmjólk 1l | 95 | 97 | 103 | 103 | 109 | 119 | 119 | 95 |
Rjómi ½ lítri | 307 | 311 | 318 | 350 | 364 | 485 | 485 | 307 |
Ab-mjólk 1l | 186 | 195 | 199 | 207 | 220 | 249 | 249 | 186 |
Smjörvi | 186 | 189 | 220 | 237 | 259 | 269 | 269 | 186 |
Rjómaostur 400 g | 312 | 315 | 379 | 435 | 459 | 459 | 312 | |
Engjaþykkni karamellu | 90 | 93 | 103 | 115 | 123 | 129 | 129 | 90 |
Mozzarellaostur rifinn 200 g | 199 | 264 | 265 | 309 | 325 | 349 | 349 | 199 |
Brazzi eplasafi 1l | 109 | 118 | 124 | 239 | 239 | 109 | ||
Hveiti Pilsbury best | 369 | 379 | 389 | 439 | 514 | 514 | 369 |
Nú er ég milli steins og sleggju - mig langar að mótmæla spillingunni en veskið leyfir mér það varla...
p.s. er það ennþá takmark ríkisins að ná sér niður á Jóhannesi - eru ekki fjölmörg önnur mál sem þarf að skoða? Af hverju eru þau ekki sett í forgang og þessu leyft að bíða fram á nýja árið... Endalaus hringavitleysa - og allt í sama farinu.
Kemur ekki á óvart | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Dægurmál | 20.12.2008 | 17:02 (breytt kl. 17:21) | Facebook
Athugasemdir
verslaðu bara í Bónus með góðri samvisku. Þeir hafa staðið sig vel og eru örugglega ekki verstu glæpamennirnir hér á landi. Ég ætla að versla meira í Bónus en áður ef eitthvað.
Þórdís Bára Hannesdóttir, 20.12.2008 kl. 17:18
Væri ekki ráð að efna til söfnunar fyrir Baug, svo þeir sleppi við að borga sektina ?
Rúnar Haukur Ingimarsson, 20.12.2008 kl. 17:43
Jóhannes í Bónus hefur án nokkurs efa stuðlað að mestu kjarabótum sem þjóðin hefur notið í gegnum tíðina. Miklu meiri kjarabótum en nokkurt verkalýðsfélag hefur áorkað. Svo er spurning hvort það er ekki nokk sama hvar við kaupum nauðsynjavörur. Samkaup og Nettó eiga rætur sínar að rekja til Framsóknarflokksins og þar er nú heldur betur slóð síðustu ár. Einkavinavæðing banka með Finn Ingólfsson og Halldór í forystu. Stutt síðan upplyst var um hvernig Gift, eigarhaldsfélag Samvinnutrygginga var misnotað í þágu þessa fólk. Allar þessar verslanir,sem eru í þessari könnun eru í eigu Baugs eða gamla Sambandsveldisins. Hvort strákpjakkurin hans Jóhannesar hefur farið of geist eða ekki, það má vel vera. Hins vegar hefur einhelti Davíðs á hendur þeim dregn verið með ólíkindum. Ég er sammála þér að kaupa þar sem ódýrast er hverju sinni.
Haraldur Bjarnason, 20.12.2008 kl. 17:44
..einelti...ekki helti, þótt það væri kannski réttara
Haraldur Bjarnason, 20.12.2008 kl. 17:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.