...ég er frekar efins þessa dagana og jafnvel kvíðin.
Ég er búin að fá inn í framhaldsnám í HÍ og rétt byrjuð í náminu, þarf að segja upp þessari fínu kennarastöðu hér fyrir norðan þar sem ég þarf að flytja í höfuðborgina (úr 120 m2 íbúð í 87 m2) því námið er ekki kennt í fjarnámi. Einhvern veginn finnst mér þetta allt saman svo galið eins og ástandið er. Átjan þúsund manns eru atvinnulausir og enn fleiri að missa vinnuna.
...ætli maður komist aftur inn á vinnumarkaðinn...eða sitji kannski eftir með sárt ennið, þybbnara námslán, masterspróf og svangan maga...hmmm? Stórt er spurt...sem fyrri daginn.
Flokkur: Dægurmál | 3.2.2009 | 21:35 (breytt kl. 21:36) | Facebook
Athugasemdir
Engu að kvíða dóttir....Þú spjarar þig
Haraldur Bjarnason, 4.2.2009 kl. 08:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.