Umdeilt

Ég hef yfirleitt litið á listamannalaun sem jákvæðan hlut. Jú það þarf að hlúa að menningu landans og styrkja þá sem vilja leggja sitt af mörkum. Hins vegar finnst mér ljótt að gera upp á milli manna, þín bók var miklu betri en hans svo þú færð þrjú ár. Þetta er leiðinleg hugsun.

Þegar ég lít yfir listann yfir þá rithöfunda sem fengu styrk í ár er engu líkara en þeir séu í áskrift að launum frá ríkinu fyrir að gera sama og ekkert. Margir á þessum lista hafa í mesta lagi sent frá sér eina eða tvær bækur síðustu sex árin en hafa verið á listamannalaunum öll árin, er það eðlilegt? Eru það nógu góð afköst til þess að þiggja styrk frá okkur?

Ég held að það væri ráð að endurnýja listann, styrkja nýja og óreynda rithöfunda frekar en þá rithöfunda sem selja 10 þúsund eintök í jólabókaflóðinu, þeir fá greitt fyrir hverja bók sem selst, ekki satt? Eru þeir þá ekki góðir næstu árin? Eða hvað...spyr sú sem ekki veit...

Hver ákveður hver er nógu mikill listamaður til að fá listamannalaun? Hvenær er maður nógu mikill listamaður? Er það virkilega þegar maður hefur skapað sér fastan sess og er í hópi þekktustu listamanna landsins og selur verk sín og getur lifað ágæti lífi af ágóðanum? ...? Er þá styrkurinn ekki fallinn um sjálfan sig?


mbl.is Þrír rithöfundar fá starfslaun í 3 ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Eyrún Huld Haraldsdóttir
Eyrún Huld Haraldsdóttir
Kona, dóttir, systir, frænka, vinkona og móðir. Ættuð af Fjöllunum í annan legginn og Skaganum í hinn. B.A.próf í íslensku - kennari í framhaldsskóla.

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband