...sá viðtal við Geir H. Haarde fyrr í kvöld í fréttaþættinum HardTalk á BBC. Spyrillinn var góður, spurði einfaldra og beinskeyttra spurninga.
Helstu niðurstöður:
Fréttamaðurinn fór með rangt mál í annarri hverri spurningu (að mati herra Haarde)
Það er ekki tímabært að finna sökudólga í þessu máli (að mati herra Haarde)
Jú kannski hefði verið betra að ræða beint við hr.Brown í byrjun október (að mati herra Haarde)
Nei það er ekkert óeðlilegt við það að Davíð sé ennþá seðlabankastjóri og óhlýðnist forsætisráðherra (að mati herra Haarde)
Geir ber enn enga ábyrgð á þessari fjármálakreppu (að mati herra Haarde)
...úff get ekki meir...mér er orðið óglatt (mitt eigið mat)
Flokkur: Dægurmál | 13.2.2009 | 00:06 (breytt kl. 00:10) | Facebook
Eldri færslur
Bloggvinir
Af mbl.is
Fólk
- Herra Hnetusmjör fagnar átta árum edrú
- Katrín prinsessa laumaðist á fund í Windsor-kastala
- Endurgerði þekkt kvikmyndaveggspjald buxnalaus
- Liam Payne borinn til grafar
- Elton John mætti allnokkrum kílóum léttari
- Fyrrverandi Playboy-kanína fær ekki aðgang að stefnumótaforriti
- Jarðarför Liams Payne í dag
- Vaknar grátandi af söknuði um miðjar nætur
- Náði botninum við dánarbeð ömmu sinnar
- Aldís Amah með hlutverk í Hallmark-jólamynd
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 1100
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er bara verst að fólk í útlöndum geti horft á þetta þvaður. Svona tala maður sem er að hætta í stjórnmálum og hefur um árabil verið sjálfkjörinn/í öruggu sæti á framboðslista til Alþingis. Okkar gamaldags og ólýðræðislegu kosningalög gera þetta að verkum. Það er að mínu mati og margra annarra afar mikilvægt að kosningalög og stjórnarskrá fari í gegnum allsherjar endurskoðun. Til að slíkt sé gert á vandaðan hátt og án afskipta stjórnmálaflokka, er nauðsynlegt að efna til Stjórnlagaþings.
Þið sem eruð sammála mér, farið inn á www.nyttlydveldi.is Það gefst kostur á að skrifa undir áskorum til stjórnvalda. Sköpum þrýsting - skrifum undir.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 13.2.2009 kl. 00:21
Já, ég sat líka yfir þessum þætti án þess að ætla mér það. Spyrillinn var afar kurteis, settlegur en samt ákveðinn, virtist fagmaður fram í fingurgóma. Okkar maður lét hins vegar engan bilbug á sér finna! Öllu verra fannst mér að rekast á Ingva Hrafn á ÍNN rausa við sjálfan sig um Sjálfstæðisflokkinn sinn ástkælra og hvað hann hefði orðið fyrir miklum vonbrigðum með formanninn sinn. Svo reyndi hann að taka viðtal við Kristján Þór Júlíusson en okkar ágæti fyrrum bæjarstjóri komst lítið að. Ótrúlegt sjónvarpsefni en ég skildi það betur þegar ég skipti yfir á Omega. Þetta er sams konar trúarofstæki.
Stefán Þór Sæmundsson, 15.2.2009 kl. 21:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.