Ég fékk kjánahroll við að hlusta á örstutt brot úr ræðu Davíðs í dag.
Mikið er nú skemmtilegt hvernig hann talar um fólkið sem vinnur hörðum höndum við að reyna að bjarga okkur upp úr mesta skítnum. Mikið er gaman að hann virðist hafa gleymt hverjir komu okkur í skítinn. Mikið er gaman að hann geri sér fulla grein fyrir sinni þáttöku í hruninu mikla. Mikið er nú gaman hvernig fullur salur Sjálfstæðismanna var sem dáleiddur, gleymdi öllu öðru og saug inn hvert einasta hrokafulla orð sem herrann sjálfur lét út úr sér. Mikið var þetta allt saman hlægilegt. Og kjánalegt. Brrr...kjánahrollur.
Höldum endilega áfram með krossfestingar af þessu tagi.
Flokkur: Dægurmál | 28.3.2009 | 20:27 (breytt kl. 20:46) | Facebook
Athugasemdir
Do líkti sjálfum sér við Jesú Krist á krossinum. Það fer að styttast í það í mikilmennskubrjálæðinu að hann haldi að hann sé Guð Almáttugur. Hann er greinilega alveg að um það bil að fara fyrir hornið......
Svanhildur (IP-tala skráð) 28.3.2009 kl. 20:59
Næst segist hann vera Napóleón og þá er sannarlega kominn tími til að.... Annars er stutt í uppstigningardag og þá hlýtur hann að hverfa sjónum okkar
Haraldur Bjarnason, 28.3.2009 kl. 22:16
Já svei mér - ég vona að þetta hafi verið taugaveiklunarhlátur. Það er rétt pabbi, uppstigningardagur í nánd, við vonum að Faðirinn gefi honum þó ekki það vald að dæma lifendur og dauða...
Eyrún Huld Haraldsdóttir, 29.3.2009 kl. 00:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.