Eðlilega

...ég yrðu brjáluð ef ég kæmi heim til mín einn daginn og húsið væri fullt af ókunnugu fólki, vopnuðu jógúrti og ávöxtum...eða hrædd bara. Svei mér þá.


mbl.is Sextán handteknir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Lögreglan á hrós skilið.

G.

Gunnar (IP-tala skráð) 15.4.2009 kl. 10:48

2 identicon

En ef þú ættir hálfan miðbæinn og værir búin að setja þjóðina á hausinn. Værir þú þá eitthvða hissaa á því að það væri eitthvað fólk í einu af 100 húsunum sem þú átt.

Eyrún, á ég að trúa því að þú sér enn klappstýra hjá útrásarvíkingunum?

Svo þarf að fara gera eitthvað við þessi gömlu hús sem standa auð og eigeidur eins og Björgúlfur eru að láta drabbast niður. Er ekki nóg með að hann hafi sett þjóðina á hausinn heldur má hann líka sjúga allt líf úr miðborginni og gerea heimili mitt að einum ljótasta stað landsins. 

Villtu ekki bara halda áfram að prédika rétt útrásavíkinganna í friði. 

Bjöggi (IP-tala skráð) 15.4.2009 kl. 10:53

3 identicon

Ef ókunnugt (nú eða kunnugt) fólk leggði heimili þitt undir sig, yrðu aðgerðasinnar áreiðanlega fljótari að svara hjálparbeiðni þinni en lögreglan. Að nýta hús sem er keypt sérstaklega til að láta það grotna niður á ekkert skylt við það að taka  heimili fólks frá því eins og bankarnir og íbúðalánasjóður gera.

Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 15.4.2009 kl. 11:15

4 Smámynd: Zaraþústra

Afskaplega ertu einföld.  Ef að þú ættir hús og hefðir ekki notað það eða hirt um það í lengri tíma, myndi þér virkilega bregða ef að heimilislaust fólk hefði nýtt tækifærið og búið um sig þar?  Ég yrði bara ánægður ef einhver gæti notað hús í minni eigu sem ég hef enginn not fyrir og get ekki selt.

Það er stór munur á því að taka yfir ónotað húsnæði og íbúð einhverrar fjölskyldu, ef þú sérð ekki muninn á því þá er ekki skrítið að þú verðir svo auðveldlega hrædd.

Zaraþústra, 15.4.2009 kl. 12:26

5 Smámynd: Eyrún Huld Haraldsdóttir

Þetta fólk er ekki heimilislaust. Og ef eitthvað er verður þetta til þess að heimilislausa fólkið sem átti þarna athvarf er nú á götunni.

Auðvitað veit ég vel hvað hér er um að vera. Hins vegar finnst mér málstaðurinn hverfa þegar fólk hundsar boð lögreglu. Þarna var eigandinn að biðja fólkið að fara - mér finnst fólkið hafa komið sínu til skila og ég skil vel reiðina. Hins vegar er óþarfi að ganga alltaf aðeins of langt...

Eyrún Huld Haraldsdóttir, 15.4.2009 kl. 12:43

6 Smámynd: Halldór Björgvin Jóhannsson

Villtu ekki bara halda áfram að prédika rétt útrásavíkinganna í friði. 

Ég sá ekki betur en að hún væri að predika rétt allra Íslendinga, ríkra sem fátækra.

Ef ókunnugt (nú eða kunnugt) fólk leggði heimili þitt undir sig, yrðu aðgerðasinnar áreiðanlega fljótari að svara hjálparbeiðni þinni en lögreglan.

Ég leyfi mér að stórefast að þessir svokölluðu aðgerðarsinnar myndi lyfta litla fingri til að hjálpa nokkrum með sitt heimili, þar sem viðkomandi væri líklegast of mikill auðmaður fyrir það eitt að vera með eignarétt á heimili til að eiga hjálpina skilið frá þeim, og ef svo skildi að viðkomandi fengi hjálpina þá þyrfti hann líklegast að hringja á lögreglu til að koma hinum svokölluðu aðgerðarsinnum út eftir að hinn ókunnugi hópur væri kominn út, þeir jú bera enga virðingu fyrir eignarétti.

Halldór Björgvin Jóhannsson, 15.4.2009 kl. 13:06

7 identicon

Hvað með það þótt þetta sé ólöglegt? Á meðan lögin gilda aðeins fyrir þá sem eru valdalausir en stjórnmálamenn, embættismenn og auðmenn komast upp með að brjóta þau, þá eru þau lög ónýt.

Lög ber að virða svo lengi sem þau þjóna þeim tilgangi að vernda hinn almenna borgara. Lög sem eru sett í þeim tilgangi að verja vald fárra eða notuð í þeim tilgangi, ber að brjóta, þverbrjóta og brjóta aftur og aftur og enn aftur, allt þar til búið er að uppræta valdníðsluna.

Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 15.4.2009 kl. 15:14

8 Smámynd: Halldór Björgvin Jóhannsson

Hvað með það þótt þetta sé ólöglegt?

Geta þá þessir stjórnmálamenn, embættismenn og auðmenn ekki sagt nákvæmlega það sama, eða byrjum við þá að rífast eins og börn um hvor byrjaði?

Halldór Björgvin Jóhannsson, 15.4.2009 kl. 16:06

9 identicon

Ef við byggjum í samfélagi sem hefði réttlæti að leiðarljósi þá þyrfti ekki einu sinni að ræða þetta.

Í samfélagi þar sem almenningur fær almennilegar upplýsingar um hvað gengur á og hefur raunverulega möguleika á þátttöku, er réttlæti forsenda laganna en ekki öfugt. Við þurfum að leysa flokkakerfið upp og færa völdin til almennings.

Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 15.4.2009 kl. 16:18

10 identicon

Mér er ekki sama þótt hverfið mitt fái að grottna niður af því að það eru eitthverjir ríkir kallar sem eiga húsin og eiga allt í einu meiri rétt en ég af því að þeir eiga peninga, sem þeir stálu.

Bjöggi (IP-tala skráð) 15.4.2009 kl. 16:31

11 Smámynd: Eyrún Huld Haraldsdóttir

Auðvitað er þér ekki sama Bjöggi. En með því að samþykkja mótmæli sem þessi erum við þá ekki í leiðinni að segja að það sé í lagi að yfirtaka eignir annarra sama hvað lög og reglur segja? Erum við þá eitthvað skárri en þeir sem stálu...

Eva - ég er alveg sammála þér með að leysa upp flokkakerfið, hins vegar er erfitt að sjá hvernig það yrði framkvæmt með það í huga að koma í veg fyrir spillingu. Það virðist vera hægt að spilla öllum...á einn eða annan hátt.

Eyrún Huld Haraldsdóttir, 15.4.2009 kl. 17:49

12 identicon

Já, ég held að það verði aldrei hægt að uppræta spillingu og valdníðslu. Samfélag er bara eins og heimili, það þarf stöðugt að vera að taka til og sinna viðhaldi til þess að það grotni ekki niður. En kerfi sem er sérhannað sem umgjörð utan um spillingu og valdníðslu, það kerfi verðum við að afnema. Eitt af því sem viðheldur spillingunni er nauðgun ofurkapítlaismans á eignarréttarhugtakinu. Pólitísk hústaka er svar við því.

Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 15.4.2009 kl. 17:57

13 Smámynd: Zaraþústra

Guðmundur Egill Gunnarsson:  Ef rök mín eru svo auðhrakin, hvernig væri þá að hrekja þau í stað þess að gefa í skyn að ég hafi ekkert annað fyrir mér í þessu en hatur á yfirvaldi og útrásarvíkingum.  Ef þetta voru rökin fást þau varla staðist, yfirvöld í öðrum ríkjum hafa sett sérstök hústökulög einmitt vegna þess hversu algengt þetta er.  Það þarf því enginn að vera sérstaklega gegn yfirvaldinu í sjálfum sér til þess að mótmæla þessum aðgerðum, sumir vilja einfaldlega að yfirvöld hér á landi taki til dæmis Dani, Breta og Hollendinga til fyrirmyndar.  Svo skiptir það mig engu máli hver á þetta hús, það stendur ónotað næstu vikur vegna þess að það á að rífa það, fullorðnir einstaklingar geta kosið að aka bílum og stunda fótbolta, en ekki að aðhafast í timburhúsum?  Berðu endilega saman líkurnar á því að menn slasi sig í umferðinni eða í fótbolta saman við slys af völdum bruna.  Hvað með það þó einhverjum dytti í hug að gagnrýna yfirvöld fyrir að aðhafast ekkert ef menn myndu slasast, þeir væru einfaldlega hálfvitar og þeir koma okkur ekkert við.  Þarf virkilega að sérstakar forvarnir til þess að verja yfirvöld gegn gagnrýni?  Hvurslags rök eru það?

Zaraþústra, 15.4.2009 kl. 18:34

14 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Eftir að hafa horft og hlustað á þessa krakka í sjónvarpsfréttum kvöldsins get ég ekki annað sagt en þetta er allt ótalega tilgerðarlegt. Dramatíkin er mikil hjá þeim og bullið eftir því. Ég hef ekkert á móti mótmælum en svona lagað er bara einhver leitun að hasar. Þetta fólk er ekki húsnæðislaust og hefur ekki þörf húsnæðið þess vegna. Hins vegar finnst mér rétt að Reykjavíukrborg setji þessum verktökum einhver skilyrði, t.d. um að búið verði í húsunum þar til kemur að því að rífa þau. Eina sjónarmiðið sem ég skil hjá verktakanum er að líklega er það á hans ábyrgð ef tjón hlýst af veru krakkana í húsinu. T.d. vegna elds, þar sem ekkert rafmagn eða vatn var á húsinu en verið að strengja rafmagnskapla á milli húsa og jafnvel nota gas til eldamennsku og upphitunar. Þetta er allt saman óttaleg sýndarmennska og á ekkert skilt við mótmæli eða hugsjónir.

Haraldur Bjarnason, 15.4.2009 kl. 20:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Eyrún Huld Haraldsdóttir
Eyrún Huld Haraldsdóttir
Kona, dóttir, systir, frænka, vinkona og móðir. Ættuð af Fjöllunum í annan legginn og Skaganum í hinn. B.A.próf í íslensku - kennari í framhaldsskóla.

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband