Útvarp/sjónvarp allra landsmanna?

Nú er ég hlessa.

Hér er ég stödd í MA þar sem Rúv-menn eru að koma sér fyrir, með tilheyrandi tæki og tól, vegna borgarafundarins í kvöld. Þessum fundi verður sjónvarpað héðan úr Kvos MA. Gott og blessað.

ruv.jpg

Á Laugardaginn er svo Söngkeppni framhaldsskólanna, sem Rúv-menn ákváðu að sjónvarpa ekki, eins og venja hefur verið síðustu ár, vegna sparnaðar. Hvaða sparnaðar? Hér er útsendingarbíllinn úti á hlaði og allt til alls. Hvernig stendur eiginlega á þessu? Fyrst tækin eru hér, tæknimennirnir, sminkur og hvaðeina er komið hér norður yfir heiðar, hvert er þá vandamálið?

Við sem höfum áhuga þurfum ekki að örvænta því Stöð 2 er hetjan á hvíta hestinum, fyrst með spurningakeppni fjölmiðlanna um páskana og nú með söngkeppni framhaldskólanna, heyr, heyr!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Eyrún Huld Haraldsdóttir
Eyrún Huld Haraldsdóttir
Kona, dóttir, systir, frænka, vinkona og móðir. Ættuð af Fjöllunum í annan legginn og Skaganum í hinn. B.A.próf í íslensku - kennari í framhaldsskóla.

Apríl 2025

S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband