Glæsilegt

Mikið var gaman að fylgjast með keppninni í gær.

Norska Hvít-Rússneska sjarmatröllið tók þetta með stæl eins og ég var búin að spá. Norska ríkið er, ef til vill, hvort sem er eitt af fáum ríkjum sem hafa efni á því að halda keppnina.

Jóhanna okkar var sem stolt íslensk fjallkona, söng eins og engill og skilaði sínu með stakri prýði. Þriðja sætið læt ég liggja á milli hluta. En kvöldið var skemmtilegt, hrein og tær fjölskylduskemmtun, grill og gleði í góðum félagsskap.

yohanna.jpg
Það er nauðsynlegt að fylla á Eurovision-gleðikvóta Eurovisionglaðrar þjóðar eins og okkur Íslendinga. Við getum þetta eftir allt! Yes it´s true, and no it ain´t over... Wink
mbl.is Ísland varð efst í undanúrslitunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Guðnason

En hvað ég er innilega sammála þér Eyrún Huld,þetta var stórkostlegt kvöld,mjög gott veður maður grillaði og fékk sér smá sterk og slappaði af og horfði með þjóðastolti á Jóhönnu keyra yfir allt,gullfalleg með stórkostlega söngrödd,það var mjög gott að slappa vel af frá þeirri krepputali og hruni hér á landi,já getað slappað af og verða mjög stoltur að vera íslendingur,þótt það væri bara ein helgi,Íslendingar til hamingju og sömuleiðis norðmenn til hamingju,takk fyrir mig, kær kveðja,konungur þjóðveganna.

Jóhannes Guðnason, 17.5.2009 kl. 11:55

2 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Tek undir. Þetta var frábært. Minnist þess ekki að hafa áður verið svona bundin yfir atkvæðagreiðslunni. Jóhanna Guðrún var í raun sigurvegarinn. Yfirburðir Norðmanna voru slíkir að spurningin var bara um annað sætið. Norðmenn einir hafa efna á að halda þessa keppni þótt þeir tími því örugglega ekki.  kveðja, konungur kartöflugarðanna

Haraldur Bjarnason, 17.5.2009 kl. 12:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Eyrún Huld Haraldsdóttir
Eyrún Huld Haraldsdóttir
Kona, dóttir, systir, frænka, vinkona og móðir. Ættuð af Fjöllunum í annan legginn og Skaganum í hinn. B.A.próf í íslensku - kennari í framhaldsskóla.

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband