Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2009

Klúður

Þvílíkt klúður. Þvílík niðurlæging fyrir blessaða konuna.

Það hefði verið réttast af forsetanum að láta sem ekkert væri og sæma konuna fálkaorðunni, hvað hefði það svo sem gert til? Við þurfum a.m.k. ekki að afla okkur meiri óvinsælda á þessum tímum. Það er nokkuð víst...


mbl.is Svikin um Fálkaorðuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þolinmóðir kjósendur

...já Norðanmenn mega vera þolinmóðir. Það var fullt út úr dyrum á kjörstað um hálf fimm í dag. Svo virðist sem skipulagið gangi ekki alveg upp. Ég þurfti ekkert að bíða til að komast að í minni kjördeild en hins vegar voru þéttar raðir og löng bið eftir því að komast að í öðrum kjördeildum. Það er því klárt mál að það þarf hentugra og einfaldara skipulag næst...hvenær svo sem það verður.

xljghx.jpg

Annars var kosningadagurinn ákaflega góður hér á Akureyri, hæglætis veður og gott til gönguferða. Við fjölskyldan tókum kosningaröltið og gengum á kjörstað. Á leiðinni áttuðum við okkur þó á því að þessi ákvörðum okkar, sem í raun átti að vera heilsusamleg og hressandi, reyndist vera vanhugsuð. Svifrykið og óhreinindin í loftinu eru svo mikil að maður finnur fyrir ógeðinu sem fyllir vitin. Einn helsti sökudólgurinn eru auðvitað nagladekkin, sem ég heyrði rífa upp malbikið.. Það eru greinilega alltof margir sem eiga enn eftir að skipta, en það er alveg óhætt, því nú er komið sumar! Cool


mbl.is Gengur hægt á Akureyri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Loksins...

...er vorið komið - mikið er ég glöð Cool

Nú tekur við tími pilsa, hlýrabola, sandala, grillmats, ættarmóta, utanlandsferða, tónleika...Frábært!


Útvarp/sjónvarp allra landsmanna?

Nú er ég hlessa.

Hér er ég stödd í MA þar sem Rúv-menn eru að koma sér fyrir, með tilheyrandi tæki og tól, vegna borgarafundarins í kvöld. Þessum fundi verður sjónvarpað héðan úr Kvos MA. Gott og blessað.

ruv.jpg

Á Laugardaginn er svo Söngkeppni framhaldsskólanna, sem Rúv-menn ákváðu að sjónvarpa ekki, eins og venja hefur verið síðustu ár, vegna sparnaðar. Hvaða sparnaðar? Hér er útsendingarbíllinn úti á hlaði og allt til alls. Hvernig stendur eiginlega á þessu? Fyrst tækin eru hér, tæknimennirnir, sminkur og hvaðeina er komið hér norður yfir heiðar, hvert er þá vandamálið?

Við sem höfum áhuga þurfum ekki að örvænta því Stöð 2 er hetjan á hvíta hestinum, fyrst með spurningakeppni fjölmiðlanna um páskana og nú með söngkeppni framhaldskólanna, heyr, heyr!


Þá er ég ólögleg...

...síðast snjóaði hér norðan heiða í gær svo ég ætla ekki að rjúka til og skipta yfir á sumardekkin. Í ,,brekkubæ", eins og Akureyri, þar sem ekkert er sandað eða saltað er varla annað hægt en að keyra um á nöglum. Þetta hlýtur að fara eftir aðstæðum hverju sinni. Ég kom yfir Möðrudalsöræfi í fyrradag og þá hefði ekki verið gaman að vera naglalaus...ó nei.
mbl.is Tími nagladekkjanna liðinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta stjarna Breta?

Mikið er gaman að sjá hvernig Susan Boyle kemur Simon og félögum á óvart.

 

Þetta kennir okkur enn og aftur að dæma ekki eftir útlitinu. Ég hugsa að gæðin hafi verið aðeins betri í sjónvarpinu en á Youtube...en við látum þetta duga.


Eðlilega

...ég yrðu brjáluð ef ég kæmi heim til mín einn daginn og húsið væri fullt af ókunnugu fólki, vopnuðu jógúrti og ávöxtum...eða hrædd bara. Svei mér þá.


mbl.is Sextán handteknir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Páskakveðja

Maður verður latari í blogginu með hækkandi sól. Ég ákvað engu að síður að kasta á ykkur kveðju, svokallaðri páskakveðju:

Gleðilega páska. Hafið það gott yfir páskahátíðina í faðmi vina og fjölskyldu!

Ég er stödd í höfuðborginni en flýg austur á Héraðið fagra á morgun.

Borðið yfir ykkur, lifið og njótið!

easter.jpg


Höfundur

Eyrún Huld Haraldsdóttir
Eyrún Huld Haraldsdóttir
Kona, dóttir, systir, frænka, vinkona og móðir. Ættuð af Fjöllunum í annan legginn og Skaganum í hinn. B.A.próf í íslensku - kennari í framhaldsskóla.

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband