Færsluflokkur: Dægurmál

Umdeilt

Ég hef yfirleitt litið á listamannalaun sem jákvæðan hlut. Jú það þarf að hlúa að menningu landans og styrkja þá sem vilja leggja sitt af mörkum. Hins vegar finnst mér ljótt að gera upp á milli manna, þín bók var miklu betri en hans svo þú færð þrjú ár. Þetta er leiðinleg hugsun.

Þegar ég lít yfir listann yfir þá rithöfunda sem fengu styrk í ár er engu líkara en þeir séu í áskrift að launum frá ríkinu fyrir að gera sama og ekkert. Margir á þessum lista hafa í mesta lagi sent frá sér eina eða tvær bækur síðustu sex árin en hafa verið á listamannalaunum öll árin, er það eðlilegt? Eru það nógu góð afköst til þess að þiggja styrk frá okkur?

Ég held að það væri ráð að endurnýja listann, styrkja nýja og óreynda rithöfunda frekar en þá rithöfunda sem selja 10 þúsund eintök í jólabókaflóðinu, þeir fá greitt fyrir hverja bók sem selst, ekki satt? Eru þeir þá ekki góðir næstu árin? Eða hvað...spyr sú sem ekki veit...

Hver ákveður hver er nógu mikill listamaður til að fá listamannalaun? Hvenær er maður nógu mikill listamaður? Er það virkilega þegar maður hefur skapað sér fastan sess og er í hópi þekktustu listamanna landsins og selur verk sín og getur lifað ágæti lífi af ágóðanum? ...? Er þá styrkurinn ekki fallinn um sjálfan sig?


mbl.is Þrír rithöfundar fá starfslaun í 3 ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Snökt

Æi nei Frown Þetta má ekki gerast.


mbl.is Kaupfélag Héraðsbúa í þrot
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sjáiði bara...

...þetta er ekkert mál; já ég klúðraði þessu, ég ber ábyrgð. Ég ætla að gera allt sem í mínu valdi stendur til að sjá til þess að svona lagað komi ekki fyrir aftur.

Eitthvað sem Obama hefur en ekki íslenskir stjórnmálamenn. Við lærum jú flest strax í leikskóla að segja fyrirgefðu, ég ætlaði ekki að gera þetta, sé eftir því og ætla aldrei að gera þetta aftur Errm Eitthvað hefur klikkað...


mbl.is Obama: Ég klúðraði þessu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Galið í kreppunni...?

...ég er frekar efins þessa dagana og jafnvel kvíðin.

Ég er búin að fá inn í framhaldsnám í HÍ og rétt byrjuð í náminu, þarf að segja upp þessari fínu kennarastöðu hér fyrir norðan þar sem ég þarf að flytja í höfuðborgina (úr 120 m2 íbúð í 87 m2) því námið er ekki kennt í fjarnámi. Einhvern veginn finnst mér þetta allt saman svo galið eins og ástandið er. Átjan þúsund manns eru atvinnulausir og enn fleiri að missa vinnuna. 

...ætli maður komist aftur inn á vinnumarkaðinn...eða sitji kannski eftir með sárt ennið, þybbnara námslán, masterspróf og svangan maga...hmmm? Stórt er spurt...sem fyrri daginn.


Þorrablót sonarins

Marinó kemur glaður með víkingakórónu á höfði - ,,mamma það var þorrablót á leikskólanum"

Mamma: ,,frábært - og fékkstu þér hákarl?"

Marinó: ,,nei mamma ég borða ekki hákarl og ekki hval"

Mamma: ,,nú en fékkstu þér sviðasultu?"

Marinó: ,,nei, ég borða ekki heldur smiðasultu"

Mamma: ,,hmmm en hvað með hrútspunga?"

Marinó: ,,nei mamma, ég borða ekki rostunga!"

Þessar elskur - smiðasulta og rostungar... LoL


Frost á Fróni...

Hefði ekki verið nær að þessir gæjar færu í afþíðingu?

Þeir voru freðnir fyrir, og rúmlega það.

snowman

mbl.is Hreiðar Már nýkominn frá Suðurskautslandinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tækniundur

Þessi kona er kominn aftur á vinnumarkaðinn eftir langt, langt hlé...

 


Fíkn?

Ætli það sé ávanabindandi að mótmæla?

Ætli maður verði háður þessu og á endanum mótmæli maður bara hverju sem er, hvar sem er og hvenær sem er?

Er til eitthvað sem heitir mótmælisti...og er til lækning eða meðferð við því Errm


mbl.is Lögregla beitti piparúða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Út fyrir rammann

 

Geta menn ekki hugsað út fyrir flokkinn rétt á meðan þeir óska forsætisráðherra góðs bata?

Ég hjó eftir því í kvöldfréttunum að veikindin virðast fyrst og fremst vera áfall fyrir Sjálfstæðisflokinn - en ekki þjóðina alla - sem þau að sjálfsögðu eru.

Er hluti af hundinum ef til vill grafinn í þessari þröngsýni Sjálfstæðismanna?  Stórt er spurt...


mbl.is Veikindi Geirs mikið áfall
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég: Nemandinn og kennarinn

Það er skemmtileg upplifun að vera nemandi á ný. Ekki það að það sé svo óralangt síðan ég útskrifaðist, en einhvern veginn er maður algjörlega dottinn úr þessum gír. Nú er ég öfugu megin við borðið - eða eiginlega báðum megin. Það getur verið erfitt að halda fullri athygi í 6 - 8 klukkutíma...

school.jpg

Maður hefur vissulega gott af þessu og kemur eflaust mun nemendavænni til vinnu nú á nýrri önn Wink


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Eyrún Huld Haraldsdóttir
Eyrún Huld Haraldsdóttir
Kona, dóttir, systir, frænka, vinkona og móðir. Ættuð af Fjöllunum í annan legginn og Skaganum í hinn. B.A.próf í íslensku - kennari í framhaldsskóla.

Maí 2024

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband