Frændur okkar...

Við Íslendingar erum duglegir að eigna okkur hitt og þetta þegar okkur hentar. Skemmst er að minnast ,,strákanna okkar" þegar þeim gengur vel, ,,Íslandsvinirnir" eru ófáir og svo mætti lengi telja.images

Mér þætti ekki ótrúlegt að við Íslendingar myndum brjóta odd af oflæti okkar, svona einu sinni, og kalla norðmennina ,,bræður" okkar eða ,,forfeður"...nú þegar þeir eru líklegir til að hlaupa undir bagga með okkur á erfiðum tímum.norski


mbl.is Gæti lent á Norðmönnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vitur maður sagði...

...mér eitt sinn að maður ætti alls ekki að kenna fyrir þrítugt. Það væri hrein fásinna.

 

Þegar ég opnaði launaumslagið mitt í dag, sem í raun er rafrænt skjal í heimilisbankanum, hugsaði ég til þessa manns - aha hann vissi vel hvað hann var að segja. Þrátt fyrir krefjandi og mikla vinnu, BA próf í mínu fagi auk kennslufræðidiplómu hef ég síður en svo mannsæmandi laun.

Sem betur fer er starfið mitt skemmtilegt og hæfir mér vel. Að starfa í því margbreytilega umhverfi sem skólinn er eykur hjá manni vilja og þolinmæði til að halda ótrauður áfram þrátt fyrir allt...

Eitt að lokum: hvenær ætlar hann að hætta að snjóa?


Gúrkutíð í glamúrinu

Það er virkileg gúrkutíð í dægurmáladálkum dagblaðanna í dag. T.d. segja bæði DV og 24 stundir frá veikindum rokkarans á heimilinu. Ég veit ekki, kannski er þetta frétt, kannski ekki. Jú, jú látum það liggja á milli hluta. Rokkarinn sleppur þá við að svara símtölum þar sem honum eru boðin hin og þessu ,,gigg" næstu vikur, þjóðin veit að hann þarf hvíld.

 

dillpikkles

 

Hins vegar var önnur ,,frétt" í hinu virta tímariti Séð og heyrt sem ég held að fólk geti vel lifað án þess að lesa. Við, litla fjölskyldan, fórum og versluðum í matinn í Nettó og komum svo við í Toy´s r us í bakaleiðinni.

Ja hérna hér, við erum alveg ótrúleg! Það sem við tökum okkur fyrir hendur, ji minn eini. 


Hjúkk...

...minn banki stendur sig...ennþá.


mbl.is „Staða Kaupþings sterk"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Eyrún Huld Haraldsdóttir
Eyrún Huld Haraldsdóttir
Kona, dóttir, systir, frænka, vinkona og móðir. Ættuð af Fjöllunum í annan legginn og Skaganum í hinn. B.A.próf í íslensku - kennari í framhaldsskóla.

Ágúst 2025

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband