Í þetta sinn tek ég þátt.
Það var sumarið 2006 sem litla fjölskyldan hélt af stað úr Skerjafirði og lagði, eins og svo oft áður, land undir fót. Ferðinni var heitið í Bárðardalinn. Ég var mjög spennt fyrir ferðinni enda hafði ég aldrei komið á þennan stað áður. En mikið hafði ég heyrt og margar sögurnar sem amma Magga sagði mér enn ferskar í minni. Nú skyldi stórfjölskyldan fá að eyða einni helgi þar sem amma ólst upp, í Stóru-Tungu í Bárðardal.
Ferðalagið gekk vel og á móti okkur tók þessi langi og fallegi dalur sem á tímabili virtist endalaus, svo mikil var tilhlökkunin. Við hittum loks fólkið okkar og komum okkur fyrir í þessu yndislega umhverfi.
Á laugardeginum fór hersingin af stað. Aldeyjarfoss beið okkar og ég vissi í raun ekkert hvað ég var að fara út í. Við gengum í þó nokkurn tíma í dásamlegri sumarblíðu og steikjandi hita. Ég varð ekki fyrir vonbrigðum, þvert á móti, fossinn og stuðlabergið í kring hreif mig á svipstundu. Við eyddum deginum í leik og göngu um svæðið og upplifunin var ævintýri líkust.
Eftir þessa ferð vissi ég enn betur hvað amma Magga var að tala um. Hún var alls ekkert að ýkja.
Aldeyjarfoss er ein af okkar fegurstu perlum og það er okkar skylda að vernda þennan sameiginlega fjársjóð. www.skjalfandafljot.is
![]() |
Krafturinn í fórum þjóðarinnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | 28.9.2008 | 11:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hér fyrir norðan klæðast fjöllin nú hvítum fötum, ekki alveg til táar þó, en frá toppi og vel niður hlíðar.
Mér finnst veturinn hafa einhvern notalegan blæ yfir sér. Nú fer maður að kveikja á kertum og kúra með sínum nánustu á köldum og dimmum vetrarkvöldum. Samviskubitið yfir því að húka heima hverfur. Við taka göngutúrar í frosti og snjó þar sem marrar undan fótum manns, sundferðir þar sem maður getur átt von á slyddu, snjókomu eða hagléli á hverri stundu, sleðaferðir með einkasyninum, eintóm gleði og hamingja.
Eina sem ég kvíði er að komast leiðar minnar akandi hér á Akureyri. Mokstursmálin í bænum eru ekki til fyrirmyndar og það getur verið taugastrekkjandi að aka um á glerhálum vegi með einkasoninn í aftursætinu. Tölurnar segja líka sitt, það er ekki að ástæðulausu sem fjöldi umferðaslysa er mestur hér norðan heiða yfir vetrartímann. Hver veit, kannski verður þessum málum kippt í lag fyrir veturinn, maður getur alltaf vonað og verið bjartsýnn...
Kom þá þú vilt vetur konungur - því þá styttist líka þægilega mikið í jólin...
![]() |
Snjór og hálka |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | 27.9.2008 | 20:43 (breytt kl. 21:53) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Eldri færslur
Bloggvinir
Af mbl.is
Viðskipti
- Forréttindi að vera Íslendingur í Japan
- Hið ljúfa líf: Fríhafnargull og vonbrigði ársins
- Þjónusta mörg af þekktustu fyrirtækjum Japans
- Oculis tryggir sér allt að 100 milljónir CHF
- Uppgjörið yfir væntingum
- Fiskar, ísbirnir og framtíðin
- Valin í úrvalshóp á frumkvöðlasamkeppni í Japan
- Bandaríkin í vexti en Evrópa í vanda
- Undirliggjandi rekstur sterkur
- Jákvæð þróun á markaði með fyrirtækjaskuldabréf
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.8.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar