Munaði mjóu

...við tökum þá næsta vetur  Wink

Er ekki silfrið örugglega ennþá nýja gullið?


mbl.is Kópavogur vann Útsvarið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Útsvar

Ég á víst ógreitt útsvar samkvæmt nýju skattaskýrslunni minni en ég ætla hins vegar ekki að ræða um það...heldur Útsvar, spurningakeppnini á RÚV.

Mínir menn etja kappi við Kópavogsbúa í kvöld í úrslitaviðureigninni. Héraðsmenn hafa frábært lið í alla staði, þau eru klár, fyndin og hafa gaman af þessu. Hins vegar eru keppinautarnir ekki eins glaðlegir. Grafalvarlegir Kópavogsbúar, fyrrum Gettu betur keppendur, lögfræðinemar í jakkafötum sem virðast vera að spila upp á líf og dauða... Þetta verður áhugaverð keppni - eitt skemmtilegasta liðið á móti því alvarlegasta! 

Gangi okkur vel Héraðsmenn! Wink Lengi lifi The Shire!

 hera.jpg


Vefarinn...

...mikli frá Kasmír er eftir allt ekki svo óspennandi bók.

vefarinn_809431.jpg

Ég man eiginlega ekki eftir að hafa lesið hana í menntaskóla, held reyndar að ég hafi oftast sofið með hana á andlitinu í stað þess að rýna í þá merku speki sem Nóbelskáldið setti á blað.

Nú eru nokkrir nemenda minna að lesa söguna og því ákvað ég að leggja í hana á ný. Ég sé ekki eftir því. Sagan er vissulega langdregin á köflum og ég skil það vel að ungu fólki þyki hún strembin. Á stundum virðist sem enginn sé söguþráðurinn, ótengdar myndir, hugsanir, trú og heimspeki flæða um án nokkurrar stefnu. Þarna eru hugrenningar áttavilts pilts sem flögrar úr einni fílósófíunni í aðra eins og blindur andarungi. Steinn Elliði leitar sjálfsins og lesandinn er ferðafélagi hans í áður ókunnum heimum.

Það að finnast sagan áhugaverð og jafnvel góð er kannski þroskamerki. Ég er kannski, eftir allt saman, enginn unglingur lengur Blush


Jú tú

Kreppa eða ekki kreppa...nú skulum við gömlu skella okkur á U2 tónleika í sumar.

Langþráður daumur. Maður veit aldrei hvenær það verður of seint... Grípum gæsina í þetta skipti.

Jæja, þá er ég búin að sannfæra mig Wink

u2finnc.jpg


mbl.is U2 mun rokka í Evrópu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Eyrún Huld Haraldsdóttir
Eyrún Huld Haraldsdóttir
Kona, dóttir, systir, frænka, vinkona og móðir. Ættuð af Fjöllunum í annan legginn og Skaganum í hinn. B.A.próf í íslensku - kennari í framhaldsskóla.

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband