...við tökum þá næsta vetur
Er ekki silfrið örugglega ennþá nýja gullið?
Kópavogur vann Útsvarið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | 13.3.2009 | 22:17 (breytt kl. 22:18) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Ég á víst ógreitt útsvar samkvæmt nýju skattaskýrslunni minni en ég ætla hins vegar ekki að ræða um það...heldur Útsvar, spurningakeppnini á RÚV.
Mínir menn etja kappi við Kópavogsbúa í kvöld í úrslitaviðureigninni. Héraðsmenn hafa frábært lið í alla staði, þau eru klár, fyndin og hafa gaman af þessu. Hins vegar eru keppinautarnir ekki eins glaðlegir. Grafalvarlegir Kópavogsbúar, fyrrum Gettu betur keppendur, lögfræðinemar í jakkafötum sem virðast vera að spila upp á líf og dauða... Þetta verður áhugaverð keppni - eitt skemmtilegasta liðið á móti því alvarlegasta!
Gangi okkur vel Héraðsmenn! Lengi lifi The Shire!
Dægurmál | 13.3.2009 | 17:25 (breytt kl. 17:58) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
...mikli frá Kasmír er eftir allt ekki svo óspennandi bók.
Ég man eiginlega ekki eftir að hafa lesið hana í menntaskóla, held reyndar að ég hafi oftast sofið með hana á andlitinu í stað þess að rýna í þá merku speki sem Nóbelskáldið setti á blað.
Nú eru nokkrir nemenda minna að lesa söguna og því ákvað ég að leggja í hana á ný. Ég sé ekki eftir því. Sagan er vissulega langdregin á köflum og ég skil það vel að ungu fólki þyki hún strembin. Á stundum virðist sem enginn sé söguþráðurinn, ótengdar myndir, hugsanir, trú og heimspeki flæða um án nokkurrar stefnu. Þarna eru hugrenningar áttavilts pilts sem flögrar úr einni fílósófíunni í aðra eins og blindur andarungi. Steinn Elliði leitar sjálfsins og lesandinn er ferðafélagi hans í áður ókunnum heimum.
Það að finnast sagan áhugaverð og jafnvel góð er kannski þroskamerki. Ég er kannski, eftir allt saman, enginn unglingur lengur
Dægurmál | 10.3.2009 | 23:24 (breytt kl. 23:28) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Kreppa eða ekki kreppa...nú skulum við gömlu skella okkur á U2 tónleika í sumar.
Langþráður daumur. Maður veit aldrei hvenær það verður of seint... Grípum gæsina í þetta skipti.
Jæja, þá er ég búin að sannfæra mig
U2 mun rokka í Evrópu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | 9.3.2009 | 21:34 (breytt kl. 21:36) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)