...þetta er ekkert mál; já ég klúðraði þessu, ég ber ábyrgð. Ég ætla að gera allt sem í mínu valdi stendur til að sjá til þess að svona lagað komi ekki fyrir aftur.
Eitthvað sem Obama hefur en ekki íslenskir stjórnmálamenn. Við lærum jú flest strax í leikskóla að segja fyrirgefðu, ég ætlaði ekki að gera þetta, sé eftir því og ætla aldrei að gera þetta aftur Eitthvað hefur klikkað...
Obama: Ég klúðraði þessu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | 4.2.2009 | 12:40 (breytt kl. 12:41) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
...ég er frekar efins þessa dagana og jafnvel kvíðin.
Ég er búin að fá inn í framhaldsnám í HÍ og rétt byrjuð í náminu, þarf að segja upp þessari fínu kennarastöðu hér fyrir norðan þar sem ég þarf að flytja í höfuðborgina (úr 120 m2 íbúð í 87 m2) því námið er ekki kennt í fjarnámi. Einhvern veginn finnst mér þetta allt saman svo galið eins og ástandið er. Átjan þúsund manns eru atvinnulausir og enn fleiri að missa vinnuna.
...ætli maður komist aftur inn á vinnumarkaðinn...eða sitji kannski eftir með sárt ennið, þybbnara námslán, masterspróf og svangan maga...hmmm? Stórt er spurt...sem fyrri daginn.
Dægurmál | 3.2.2009 | 21:35 (breytt kl. 21:36) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Marinó kemur glaður með víkingakórónu á höfði - ,,mamma það var þorrablót á leikskólanum"
Mamma: ,,frábært - og fékkstu þér hákarl?"
Marinó: ,,nei mamma ég borða ekki hákarl og ekki hval"
Mamma: ,,nú en fékkstu þér sviðasultu?"
Marinó: ,,nei, ég borða ekki heldur smiðasultu"
Mamma: ,,hmmm en hvað með hrútspunga?"
Marinó: ,,nei mamma, ég borða ekki rostunga!"
Þessar elskur - smiðasulta og rostungar...
Dægurmál | 30.1.2009 | 20:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hefði ekki verið nær að þessir gæjar færu í afþíðingu?
Þeir voru freðnir fyrir, og rúmlega það.
Hreiðar Már nýkominn frá Suðurskautslandinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | 29.1.2009 | 10:58 (breytt kl. 11:01) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)