Færsluflokkur: Dægurmál
...í þetta skipti. Ég hef hins vegar verið stoltur styrktaraðili ÍSÍ undanfarin ár. Ég hugsa að samanlagt hafi ég unnið um sex til sjö þúsund krónur á átta ára áskriftarskeiði mínu í Lottóinu.
...hmmm, ekki svo góð ávöxtun það. En íþróttafólkið stendur sig vel og vissulega er það mér að þakka...að einhverju leyti að minnsta kosti
![]() |
Einn fékk 33 milljónir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | 1.11.2008 | 20:49 (breytt kl. 20:50) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Brúðguminn er hin besta skemmtun, nema hvað endirinn var klaufalegur og ótrúverðugur...þeir hefðu betur átt að halda sig við upprunalegan endi Ivanovs...jafnvel þótt um gamanmynd hafi verið að ræða.
![]() |
Brúðguminn með 14 tilnefningar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | 31.10.2008 | 23:09 (breytt kl. 23:12) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Allan dagin í gjár streymaðu heilsanir inn á redaktiónina frá íslendingum, sum vilja takka fyri lánið, sum Føroyar hava boðið kreppurakta Íslandi. Og takkarkvøðurnar halda fram í dag. |
Færeyingar taka vel eftir því hversu þakklátir við Íslendingar erum þeim, sem betur fer. Þeir eru fyrstir til að bjóða sig fram af nágrönnum okkar, nú er að sjá hvernig hinir bregðast við...
Dægurmál | 29.10.2008 | 23:15 (breytt kl. 23:16) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
![]() |
Starfsmenn Sterling reiðir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | 29.10.2008 | 10:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Það er mislifað í þessu þjóðfélagi.
Maðurinn er með næstum sjöföld mín laun...þ.e. eftir launalækkun! Ég er háskólamenntuð og ber mikla ábyrgð í mínu starfi.
Bankastjórar nýju bankanna setja klárlega ný viðmið fyrir launareikninga ríkisins. Við fögnum ef þetta er það sem koma skal fyrir ríkisstarfsmenn
![]() |
Bað um launalækkun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | 25.10.2008 | 20:13 (breytt kl. 23:38) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
...ég sem var orðin skíthrædd um að Dr. Pepper myndi svíkja loforðið, hjúkk.
![]() |
Dr. Pepper segist standa við gefin loforð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | 24.10.2008 | 23:16 (breytt kl. 23:17) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Útsvar eru ágætir þættir. Sigmar og Þóra standa sig vel en öllum verður á í messunni, einhvern daginn. Mín ágæta fyrrum nágrannakona Ólöf Ýrr var í liði Garðabæjar í kvöld. Í öllum æsingnum, sem oft vill verða í þessum þætti, helltist niður úr vatnsglasi og fossaði yfir Ólöfu. Hún biður, eins og eðlilegt er, um tusku. Leiknum er haldið áfram smástund - svo kemur augnabliks þögn, sem Sigmar grípur á lofti og notar til að spyrja Ólöfu:
,,Ertu mjög blaut?"
Vandræðaleg þögn... Fólkið leit hvert á annað... enn meiri vandræðaleg þögn - úpps. Við Andri bróðir lágum í hláturskasti í stofusófanum og földum andlitin undir koddum. Vandæðalegt var það, ó já.
Dægurmál | 24.10.2008 | 23:09 (breytt 25.10.2008 kl. 10:35) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Egilsstaðir er klárlega staðurinn
![]() |
Gat ekki lent í Keflavík |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | 23.10.2008 | 23:13 (breytt kl. 23:15) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Emilíana Torrini sendi frá sér plötuna Me and Armini ekki alls fyrir löngu. Mitt uppáhaldslag ber heitið Jungle drum. Það er eitthvað nýtt og spennandi við lagið, krafturinn er til staðar og það hrífur mann með sér í taktföstum trommuslætti.
Ég varð því mjög stolt fyrir framan imbann í kvöld, þessir fögru tónar hljómuðu undir lokaatriði vinsælasta sjónvarpsþáttar í heiminum í dag, Grey´s Anatomy. Áfram Emilíana
Dægurmál | 22.10.2008 | 22:06 (breytt 23.10.2008 kl. 16:53) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
...ég hefði einmitt mætt með vopn kennarans - töflutússinn og kennaraprikið (sem ég reyndar á ekki til...). Mér finnst þetta ansi skemmtileg hugmynd og það verður gaman að sjá afraksturinn.
![]() |
Breska heimsveldið hörfaði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | 22.10.2008 | 17:33 (breytt kl. 17:47) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)