Færsluflokkur: Dægurmál
Mikið er nú leiðinlegt að versla ,,íslenskar" vörur merktar þessu víðförla ,,vörumerki" Made in China.
Nú er sífellt verið að tala um auðinn sem við eigum í íslenskri framleiðslu af ýmsu tagi. Hvers vegna flytja stór fyrirtæki, eins og 66 gráður norður, ekki starfsemi sína, alla vega hluta hennar, hingað til lands? Jú það er eflaust ódýrara að sauma fötin í Kína en af hverju ekki að sjá sóma sinn í að styðja íslenska framleiðslu, búa til ný störf og styrkja þjóðarbúið?
Draumajakkin minn hvílir þessa dagana á öxlum hauslausrar gínu í verslun Sjóðklæðagerðarinnar. Í dag fékk ég heimsókn frá frænku sem er búsett í Noregi, og viti menn, jú hún klæddist þessum draumajakka í fagur appelsínugulum lit. Ég tímdi alls ekki að kaupa mér jakkann þar sem hann kostaði ,,litlar" 35 þúsund krónur... Hún hafði ákveðið að hún skyldi leyfa sér að kaupa jakkann, enda ekkert að því, hún jú komin frá Noregi og íslenskan krónan mjög hagstæð fyrir túrista þessa dagana plús tax free.
Svo ég komi mér að efninu þá kíktum við frænkur í búðir á Glerártorgi í dag. Ég varð auðvitað að koma við í fyrrnefndri verslun og máta gripinn, draumajakkann. Hann var flottur, flottari en í gær en við tókum eftir því að hann var ekki verðmerktur. Konan í búðinni útskýrði fyrir okkur að í dag væri allsherjar verðhækkun í gangi í búðinni svo það þyrfi að verðmerkja allt upp á nýtt...úpps!
Þetta er vissulega ókosturinn við erlenda framleiðslu á annars ,,íslenskum" vörum. Í dag er markaðurinn svo óhagstæður að fyrirtæki verða að grípa til þessa ráðs. Almenningur á klárlega eftir að finna fyrir þessu á næstu mánuðum, og jólin nálgast...
Frænka mín spókaði sig hins vegar glöð og ánægð um miðbæ Akureyrar - í draumajakkanum sem kostaði 35 þúsund í gær en 42 þúsund í dag
Dægurmál | 21.10.2008 | 21:42 (breytt kl. 21:45) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
...þetta gerir honum ekkert nema gott - sýnir hans innri mann. Hann tekur sjúka ömmu sína fram yfir kosningabaráttuna. Útlitið er gott fyrir kappann, kannanir eru honum allar í hag.
Hann hlýtur að taka þetta.
![]() |
Obama tekur frí frá kosningabaráttunni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | 21.10.2008 | 18:49 (breytt kl. 18:50) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
...ég vildi fá konu í stólinn í minn banka - var svo glöð með ráðningar í Glitni og Landsbankanum...
Mér finnst heldur ekki traustvekjandi að hann hafi verið bankastjóri Icebank...
Ég gef honum samt séns - kannski er þetta besta skinn, á réttum stað, á réttum og í réttu húsi, sjáum til.
![]() |
Nýr bankastjóri Nýja Kaupþings |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | 21.10.2008 | 14:40 (breytt kl. 14:42) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Það er gaman að leika sér með tungumálið. Athugaðu hvað þú getur
Hvaða eina orði er hægt að skeyta framan við þessi orð svo til verði þrjú samsett orð?
víkingur
hvalur
verk
Athugið - ekki kíkja á athugasemdirnar fyrr en þið eruð komin í þrot/gefist upp!
Dægurmál | 20.10.2008 | 19:50 (breytt kl. 20:21) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Dægurmál | 19.10.2008 | 12:19 (breytt kl. 12:20) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
...vaknaði upp við vondan draum í dag. Ég veit ekki hvers vegna það gerðist í dag en ekki löngu fyrr.
Ég byrjaði að leggja fyrir í aukalífeyrissjóð árið 1999, þá 18 ára gömul. Ég var mjög stolt af mér og hef verið síðustu ár. Ég hef aldrei átt of mikið af peningum svo sultarólin var hert um eitt gat, maður verður jú að hugsa um framtíðina.
Fyrir tveimur árum hringdi fulltrúi frá Vista, séreignarsjóði Kaupþings, í mig og bauð mér að flytja sparnaðinn yfir til þeirra, sem ég gerði þar sem Kaupþing var minn banki... Ég hef safnað mér dágóðri summu sem kemur sér vel þegar maður kemst á eftirlaun...en hvar er summan mín í dag? Engin svör - engin veit.
Ég hefði betur eytt þessum peningum á síðustu 7 árum og haft það aðeins betra. Auðvelt að vera vitur eftir á.
![]() |
Tilboði lífeyrissjóða hafnað |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | 17.10.2008 | 12:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Í bókmenntafræðinni er persónugerving einmitt útskýrð þannig að dauðum hlutum er gefið líf...
Túlki nú orð Geirs hver sem vill.
![]() |
Ekki persónugera viðfangsefnin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | 15.10.2008 | 19:41 (breytt kl. 19:45) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
...það þykir mér. Þetta er rétt að byrja. Orðspor okkar Íslendinga á eftir að fá að finna fyrir gjaldþroti bankanna næstu vikur og mánuði.
Einu sinni, ekki alls fyrir löngu, var ,,hip og kúl" að vera Íslendingur í útlöndum. Oftar en ekki lofaði fólk landið, ,,where are you from?" ,,wow are you from Iceland? cool.". En núna? Hmmm... Ætli svarið verði ekki bara: ,,Originally we are all from Ireland..." Aha.
![]() |
Vilja ekki íslensku sinfóníuna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | 14.10.2008 | 16:01 (breytt kl. 16:03) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Við fórum í kvöldsiglingu og nutum NYC ,,skyline" í byrjun september. Útsýnið var hreint út sagt stórfenglegt. Í þessari ferð fengum við að sjá fossa Ólafs, ég hafði heyrt af þeim og hlakkaði til, þarna var íslenskur listamaður á ferð og ég Íslendingur í New York mátti alls ekki láta þetta framhjá mér fara.
Þegar við sigldum út var ekki kveikt á fossunum heldur voru stálgrindurnar það eina sem maður sá. Í bakaleiðinni voru fossarnir til sýnis í allri sinni dýrð, þeir voru kannski heldur ómerkilegri en ég hafði haldið, en engu að síður var það hugmyndin sem hreif mig fyrst og fremst. Fossar fluttir úr náttúrunni inn í borgina, og enga smáborg heldur. Þeir settu vissulega sinn svip á þessa ljúfu kvöldsiglingu.
![]() |
Slökkt á fossum Ólafs í kvöld |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | 13.10.2008 | 14:30 (breytt kl. 14:31) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Sævar er snillingur - hann leggur inn þegar aðrir taka út.
Tökum hann til fyrirmyndar.
![]() |
Ljótur hálfviti er tákngerfingur kreppunnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | 11.10.2008 | 15:11 (breytt kl. 15:13) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)