Frændur okkar...

...Norðmenn standa sig. Það eru þeir sem fylgjast með okkur, ekki öfugt. Það eru þeir sem hafa samband við okkur að fyrra bragði, ekki öfugt. Það eru þeir sem tala um táknrænt og náið sögulegt samband þjóðanna, ekki öfugt.

 

706px-Nordic-countries

 

Hvernig stendur á þessu? Einhvern veginn hefði ég haldið að okkar fyrsta skjól væri einmitt hjá þjóðunum sem okkur standa næst, Norðurlandaþjóðunum. Talaði Geir virkilega ekki við nágranna okkar að fyrra bragði. Fannst honum gagnlegra að snúa sér til ,,stærri" og ,,merkilegri" þjóða eins og Bandaríkjanna eða Rússlands?

Stórundarlegt, alveg hreint.

 



mbl.is Norðmenn fylgjast grannt með
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hann er nú hálfur Norsari og hefur fundist það óþarfi

Adolf (IP-tala skráð) 7.10.2008 kl. 21:15

2 Smámynd: Teitur Haraldsson

Getur einhver útskýrt þetta?

Af hverju í ósköpunum vorum við ekki búinn að grát biðja frændur okkar um lán áður en við förum annað (hvort það er Rússland eða USA)???? 

Teitur Haraldsson, 7.10.2008 kl. 22:26

3 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Norðmenn eru tímigrútar. Treysti Rússum betur.

Haraldur Bjarnason, 7.10.2008 kl. 23:05

4 Smámynd: Teitur Haraldsson

Hvað eru "tímigrútar".

Teitur Haraldsson, 7.10.2008 kl. 23:11

5 Smámynd: Haraldur Bjarnason

...sama og að vera nískur....

Haraldur Bjarnason, 7.10.2008 kl. 23:13

6 Smámynd: Eyrún Huld Haraldsdóttir

Norðmenn mega kallast nískir já en hvað með það, þeir eru í ágætis málum og hafa komist langt á nískunni. Hins vegar finnst mér það alls ekki eiga að standa í vegi fyrir því að íslensk stjórnvöld kanni þennan möguleika, Norðmenn virðast reiðubúnir til að aðstoða okkur og bíða í raun eftir hjálparbeiðni okkar. Auðvitað eigum við að skoða alla kosti sem bjóðast í jafn ókostulegri stöðu og nú er.

Eyrún Huld Haraldsdóttir, 7.10.2008 kl. 23:52

7 identicon

Held við eigum bara að þiggja öll lán hvaðan sem þau koma.

Ég tek undir það að Norðmenn eru nískir, það er nú í bígerð að fá 500milljónir evra að láni hjá nossurum en lánið hjá Rússum á að vera 4,5 milljarðar evra, þetta sýnir nú svolítið hverjir eru vinir okkar í raun, þó svo að hlutfallslega séu lánin kannski svipuð, þá miðað við stærð og landsframleiðslu þessara landa.

Andrir (IP-tala skráð) 8.10.2008 kl. 00:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Eyrún Huld Haraldsdóttir
Eyrún Huld Haraldsdóttir
Kona, dóttir, systir, frænka, vinkona og móðir. Ættuð af Fjöllunum í annan legginn og Skaganum í hinn. B.A.próf í íslensku - kennari í framhaldsskóla.

Maí 2024

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband