Kvöldsigling

Við fórum í kvöldsiglingu og nutum NYC ,,skyline" í byrjun september. Útsýnið var hreint út sagt stórfenglegt. Í þessari ferð fengum við að sjá fossa Ólafs, ég hafði heyrt af þeim og hlakkaði til, þarna var íslenskur listamaður á ferð og ég Íslendingur í New York mátti alls ekki láta þetta framhjá mér fara.

 

NYC---foss

 

Þegar við sigldum út var ekki kveikt á fossunum heldur voru stálgrindurnar það eina sem maður sá. Í bakaleiðinni voru fossarnir til sýnis í allri sinni dýrð, þeir voru kannski heldur ómerkilegri en ég hafði haldið, en engu að síður var það hugmyndin sem hreif mig fyrst og fremst. Fossar fluttir úr náttúrunni inn í borgina, og enga smáborg heldur. Þeir settu vissulega sinn svip á þessa ljúfu kvöldsiglingu.


mbl.is Slökkt á fossum Ólafs í kvöld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur M Ásgeirsson

Mér fannst þetta mjög fallegt eins og margt annað í þessari siglingu ;)-

Guðmundur M Ásgeirsson, 13.10.2008 kl. 22:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Eyrún Huld Haraldsdóttir
Eyrún Huld Haraldsdóttir
Kona, dóttir, systir, frænka, vinkona og móðir. Ættuð af Fjöllunum í annan legginn og Skaganum í hinn. B.A.próf í íslensku - kennari í framhaldsskóla.

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband