Bólu-Hjálmar var föðurlandsvinur og ljóðið var ort í tilefni þjóðfundarins í Lærða skólanum í Reykjavík. Íslendingar bundu miklar vonir við að þingið héldi vel á málstað þjóðarinnar í frelsisbaráttunni við Danaveldi. Þriðja erindi hljóðar svo:
Ef synir móður svíkja þjáða,
sverð víkinga mýkra er;
foreyðslunnar bölvan bráða
bylti þeim sem mýgja þér;
himininn krefjum heillaráða
og hræðumst ei þó kosti fér.
Þetta má í grófum dráttum túlka svo að ef landsmenn svíkja Ísland er það verra en árásir víkinga. Sá sem kúgar land og þjóð má eiga von á því að bráð bölvun tortímingar steypi honum.
Þeim var fúlasta alvara, skáldum rómantíkur, þeir stóðu vörð um hagsmuni móður sinnar, Ísafoldar.
Flokkur: Dægurmál | 4.11.2008 | 22:36 (breytt kl. 22:39) | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.