Þjóðfundarsöngur 1851

 

skjaldamerki

 Bólu-Hjálmar var föðurlandsvinur og ljóðið var ort í tilefni þjóðfundarins í Lærða skólanum í Reykjavík. Íslendingar bundu miklar vonir við að þingið héldi vel á málstað þjóðarinnar í frelsisbaráttunni við Danaveldi. Þriðja erindi hljóðar svo:

Ef synir móður svíkja þjáða,

sverð víkinga mýkra er;

foreyðslunnar bölvan bráða

bylti þeim sem mýgja þér;

himininn krefjum heillaráða

  og hræðumst ei þó kosti fér.

 Þetta má í grófum dráttum túlka svo að ef landsmenn svíkja Ísland er það verra en árásir víkinga. Sá sem kúgar land og þjóð má eiga von á því að bráð bölvun tortímingar steypi honum. 

Þeim var fúlasta alvara, skáldum rómantíkur, þeir stóðu vörð um hagsmuni móður sinnar, Ísafoldar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Eyrún Huld Haraldsdóttir
Eyrún Huld Haraldsdóttir
Kona, dóttir, systir, frænka, vinkona og móðir. Ættuð af Fjöllunum í annan legginn og Skaganum í hinn. B.A.próf í íslensku - kennari í framhaldsskóla.

Apríl 2025

S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband