Ekki veit ég um íslenskan Julian eða íslenska Nicole. Ég get ekki betur séð en seinna nafnið uppfylli alls ekki skilyrði nefndarinnar um það sem má kallast íslenskt nafn, c er, að ég best veit, ekki í íslenska stafrófinu. Og Kaktus, jú vissulega er hefð fyrir því sem plöntuheiti í íslensku en sem mannanafn finnst mér það hæpið. Hvernig foreldrar vilja kenna barn sitt við plöntu sem sárt er að snerta og maður forðast að koma nálægt?
Sven og Magnus eru fín nöfn, og vafalaust hafa foreldrar ástæðu fyrir því að þessi nöfn eru valin. Líklega er verið að skíra eftir, eða í höfuðið, á einhverjum sem er af erlendu bergi brotinn. Engu að síður er þessum nöfnum hafnað.
Mannanöfn hafa lengi verið mér hugleikin. Ég er þeirrar skoðunar að mannanafnanefnd eigi rétt á sér, ekki aðeins til að halda í íslenskuna heldur einnig til að stoppa af foreldra sem vilja nefna börn sín nöfnum eins og Spartacus eða Zeppelin. Sumum foreldrum er greinilega ekki treystandi fyrir því að bera hag barna sinna fyrir brjósti. Þetta eru raunveruleg dæmi um nöfn sem nefndin hefur hafnað. Hins vegar finnst mér stundum of langt gengið og úrskurðir ótrúlegir, sumt leyft en annað, mun saklausara, ekki.
Aðólf, Júní, Maríkó og Skugga samþykkt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Dægurmál | 16.11.2008 | 14:38 (breytt kl. 14:41) | Facebook
Athugasemdir
Sven? Gengur það upp? Sven um Sven frá Sveni eða Sven til? Sveni eða Sven? - Vonlaust.
Haraldur Bjarnason, 16.11.2008 kl. 17:25
Eins og ég tók fram - finnst mér líklegt að þarna sé verið að nefna eftir einhverjum. Ef afi hefði heitið Sven fyndist mér ekkert að því að bróðir minn hefði fengið það nafn. Hér er Sven, um Sven, frá Sven til Svens. Nafnið þarf aðeins að taka eignarfallsendingu - sem það gerir ágætlega.
Ég var fyrst og fremst að benda á að Sven færi barninu miklu betur heldur en Náttmörður eða Kaktus...
Eyrún Huld Haraldsdóttir, 16.11.2008 kl. 18:38
Takk fyrir mig mín kæra um helgina.. kem sem fyrst aftur :) vonandi kemstu á tónleikana mína :)
Aldís (IP-tala skráð) 18.11.2008 kl. 13:05
Eins og fram kemur í fréttinni eru Julian og Nicole ekki íslensk nöfn en þegar nógu margir íslenskir ríkisborgarar bera nöfnin þá verður að telja þau hefðuð. Mannanafnanefnd getur því miður ekki gert að því þótt hefðarreglan geri það að verkum að úrskurðir nefndarinnar verða stundum mótsagnakenndir.
Kveðja, BS
Baldur (IP-tala skráð) 26.11.2008 kl. 15:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.