Marinóshlaupið

...já það voru stoltir foreldrar sem komu úr viðtali á leikskólanum í gær. Það kom okkur svo sem ekkert á óvart, við erum vissulega þakklát fyrir að eiga þennan litla gullmola.

Það sem stendur hins vegar upp úr og kom okkur á óvart voru fréttir af hinu svokallaða Marinóshlaupi. Keppnin sú er orðin fræg innan leikskólans og jafnvel víðar. Sagan að baki er sú að sonurinn hefur óbilandi bíladellu og hleypur gjarnan á fullum hraða og keyrir um leið tvo bíla, einn í hvorri hönd. Leikskólakennarinn tjáði okkur að það hafi margir krakkar reynt að feta í þessi spor Marinós, en fáum eða engum tekist vel til. Starfsmenn hafa einnig reynt við íþróttina og er gjarnan keppt í henni í ,,staffapartýum", en þar er sömu sögu að segja, það liggur við að fólk slasi sig svo mikill er hasarinn. Marinóshlaupið er því klárlega kennt við rétta manninn Wink

Okt---nóv-2008-041

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hehe litli snillingurinn :)

Það er nú líka alveg ótrúlegt að sjá hann framkvæma þetta "hlaup" sitt.  Það verður spennandi að sjá hann gera þetta á fullorðinsaldri ;););) hehe

Gunna (IP-tala skráð) 22.11.2008 kl. 21:30

2 identicon

Flottur strákur, væri sjálfsagt gaman að sjá leikskólakennarana reyna við þetta.

Védís (IP-tala skráð) 24.11.2008 kl. 10:24

3 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Hef reynt þetta hlaup með honum og það er ekki auðvelt.

Haraldur Bjarnason, 26.11.2008 kl. 08:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Eyrún Huld Haraldsdóttir
Eyrún Huld Haraldsdóttir
Kona, dóttir, systir, frænka, vinkona og móðir. Ættuð af Fjöllunum í annan legginn og Skaganum í hinn. B.A.próf í íslensku - kennari í framhaldsskóla.

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband