Ég verð að viðurkenna það að ég hef fylgst óvenju lítið með fréttum þessa vikuna. Það má líka vel sjá á bloggleysinu hér á síðunni. Ég les að vísu Fréttablaðið, eða glugga í það, á hverjum degi. En einhvern veginn er ég dottin úr stuði. Ég nenni ekki að fylgjast með kreppuumræðum lengur. Mig langar ekki að vera í kreppu.
Hins vegar hlakka ég til jólanna og það er tilhugsunin um hátíðina sem yljar mér um hjartarætur. Öll þessi reiði í þjóðfélaginu er óholl. Því kaus ég að hætta að taka ástandið svona inn á mig, þó ekki væri nema bara þessa vikuna... Aðventan er handan við hornið.
Ég vona að bjartari tímar séu framundan - og ég trúi því líka.
Eldri færslur
Bloggvinir
Af mbl.is
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 1100
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.