Skítt með tóbaks- og áfengisgjöld og aðra munaðarvöru. Hins vegar kemur eldsneytishækkun sér illa fyrir öll heimili í landinu. Eins má segja um bifreiðagjöldin. Þetta er röng hækkun, á röngum tíma og í kolvitlausu húsi.
Það er a.m.k. kristaltært núna að við, almenningur, eigum að greiða upp skuldir sukkaranna. Skál! Verði þeim að góðu og megi þeir njóta timburmannanna...lengi.
![]() |
Áfengisgjald hækkað |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Dægurmál | 11.12.2008 | 23:21 (breytt kl. 23:22) | Facebook
Athugasemdir
Svo hefur þetta áhrif á lánskjarvísitöluna þannig að húsnæðislán hækka til l framtíðar.
Haraldur Bjarnason, 11.12.2008 kl. 23:28
Það er hægt að brugga landa og jafnvel rækta tóbak, en hvernig framleiðum við bensín?
Villi Asgeirsson, 12.12.2008 kl. 08:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.