Gleðileg ,,kreppu" jól

Mig langar að nota tækifærið og þakka skartgripaverslun í Reykjavík fyrir þennan glæsilega jólabækling sem ég fékk sendan, líkt og flestir landsmenn, í pósti nýlega. Ég hafði einmitt ætlað mér að gefa mínum heittelskaða Rolex úr fyrir 875.391 króna. Mamma fær svo gullhálsmenið sem kostar 97.320. Ég ætlaði mér klárlega að versla þarna fyrir jólin - því það er ekki hugurinn sem gildir heldur verðið...

rolex

Í þessum bæklingi var engin vara sem hinn ,,venjulegi" borgari myndi kaupa - sú ódýrasta í kringum 15 þúsund krónurnar - sú langódýrasta. Hlægilegt var það eða sorglegt, veit ekki hvort.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ertu nokkuð búin að kaupa úrið?, var að vona að ég myndi ná að kaupa það á undan þér , einmitt það sem ég er búin að vera að leita að undanfarna daga.

Védís (IP-tala skráð) 22.12.2008 kl. 09:36

2 Smámynd: Eyrún Huld Haraldsdóttir

...hehe ég er viss um að það eru til fleiri :) Jólaknús í hús Védís!

Eyrún Huld Haraldsdóttir, 22.12.2008 kl. 11:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Eyrún Huld Haraldsdóttir
Eyrún Huld Haraldsdóttir
Kona, dóttir, systir, frænka, vinkona og móðir. Ættuð af Fjöllunum í annan legginn og Skaganum í hinn. B.A.próf í íslensku - kennari í framhaldsskóla.

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband