Það er skemmtileg upplifun að vera nemandi á ný. Ekki það að það sé svo óralangt síðan ég útskrifaðist, en einhvern veginn er maður algjörlega dottinn úr þessum gír. Nú er ég öfugu megin við borðið - eða eiginlega báðum megin. Það getur verið erfitt að halda fullri athygi í 6 - 8 klukkutíma...
Maður hefur vissulega gott af þessu og kemur eflaust mun nemendavænni til vinnu nú á nýrri önn
Flokkur: Dægurmál | 21.1.2009 | 00:42 (breytt kl. 00:42) | Facebook
Athugasemdir
Já, að er ótrúlega strembið að vera svona öfugur. En samt gaman. Mér finnst mun skemmtilegra að sitja á skólabekk eftir að maður komst til vits og þroska.
Stefán Þór Sæmundsson, 22.1.2009 kl. 10:19
Satt segirðu Stefán - vissulega og vonandi hefur maður þroskast þessi þrjú ár í starfinu - veit a.m.k. aðeins meira hvað ég er að tala um :)
Eyrún Huld Haraldsdóttir, 22.1.2009 kl. 16:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.