Mikið finnst mér vera kominn tími til að lífga upp á þennan sívinsæla dagskrárlið RÚV. Hvernig væri að taka svona lifandi og fjölbreytilegan þátt eins og Útsvar að einhverju leyti til fyrirmyndar?
Ég horfði á þáttinn í gær - með fullri virðingu fyrir nýja spyrlinum þá vantar töluvert upp á. Hún samkjaftar ekki og kemur með innantómar línur og óhnitmiðaða brandara hér og þar sem þeir eiga alls ekki heima. Já þetta var frekar vandræðalegt. Keppnin sjálf auðvitað líka, staðan 9 - 20 og eitthvað mestallan tímann. Litla hjartað í mér sló fyrir minni manninn, eins og oft áður, og það var kannski ein ástæðan fyrir því að ég skipti um stöð þegar langt var liðið á keppnina, ég gafst upp og sagði pass.
Flokkur: Dægurmál | 22.2.2009 | 11:45 (breytt kl. 11:46) | Facebook
Athugasemdir
Sammála og stjórnandinn var óskiljanlegur í hraðaspurningunum. Var jafn óðamála og þátttakendur eru oft.
Haraldur Bjarnason, 22.2.2009 kl. 13:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.