Bloggfćrslur mánađarins, desember 2008

Íslensk hönnun

Jólagjöfin í ár er íslensk hönnun - af augljósum ástćđum.

Ég hef mikinn áhuga á fallegum hlutum og dáist ađ fólki sem vinnur viđ ţađ ađ láta drauma sína rćtast og koma hugmyndum sínum á framfćri. Ég á nokkrar hugmyndir...og nokkra drauma sem vonandi fá ađ sjá dagsins ljós viđ tćkifćri.

Ég lćt fylgja međ mynd af snögum sem mig dauđlangar í (hint, hint :). Ţađ er hćgt ađ finna marga fallega hluti í versluninni Sirku á Akureyri, međal annars ţessi flottu hreindýrahorn eftir Ingibjörgu H. Bjarnadóttur:

notrudolfii_medium

Gleđifréttir

Ţetta eru sannarlega góđar fréttir. Ţeir hafa vonandi áttađ sig á ţví hve raunverulegur sparnađur af uppátćkinu var lítill - ţađ er nauđsynlegt ađ hafa svćđisútvörpin, ţau ţjappa landsbyggđinni saman.
mbl.is Svćđissendingar halda áfram
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Jólagjöfin í ár - Bíum bíum...

Agnes systir mín og hennar ektamađur, Dóri, voru ađ gefa út geisladiskinn Bíum bíum. Hér eru á ferđinni 24 vögguljóđ, gömul og ný, sem Dóri útsetti fyrir spiladós og eru lögin spiluđ sem slík. Diskurinn kostar 2000 krónur og fćst hjá ţeim skötuhjúum. Einnig er hćgt ađ nálgast gripinn á markađnum (Egilsstöđum) eđa fá hann sendan heim ađ dyrum hvar sem ţiđ eruđ stödd á landinu.

 bium bium

Diskurinn er framleiddur af ţeim sjálfum og í heimabyggđ. Hugmyndin kviknađi viđ fćđingu Eyvindar, sonar ţeirra, ţví hann eins og mörg börn róast viđ söng spiladósarinnar. Ţađ er einhver dulúđ og ró sem kemur yfir mann ţegar hlustađ er á fallega, einfalda laglínu, spilađa á ţennan hátt.

Kynningarmyndband má sjá hér: http://www.warenmusic.com/

Upplýsingar og pantanir: dori@vax.is eđa í síma 861-2450 

Íslenskt já takk! Njótiđ vel.

Desember

Loksins. Ég tek á móti jólamánuđinum međ gleđi og tilhlökkun. Eins og lítiđ barn og brosi viđ ljósaskreytingunum sem lífga svo sannarlega upp á drungalegt kreppuskammdegiđ. Kvíđinn og treginn hörfa undan hinum sanna og lifandi jólaanda.

 

Snowflake_300h

 

Gleđilega ađventu - njótum hennar. 


« Fyrri síđa

Höfundur

Eyrún Huld Haraldsdóttir
Eyrún Huld Haraldsdóttir
Kona, dóttir, systir, frænka, vinkona og móðir. Ættuð af Fjöllunum í annan legginn og Skaganum í hinn. B.A.próf í íslensku - kennari í framhaldsskóla.

Mars 2024

S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband