Bloggfærslur mánaðarins, desember 2008
Kryddsíldinni? Áramótum? Sigmundi Erni? Tækjabúnaði Stöðvar tvö? Guðmundi og Snorra Steini?
Það er gott við getum glaðst saman á gamlársdag og stundað þroskuð og vel hugsuð mótmæli. Þetta er hreint og beint ofbeldi og að auki framin skemmdarverk á eigum annarra.
Þetta fólk (og ég veit að þetta er lítill hópur) má gjarnan fá að taka afleiðingum gjörða sinna. Þetta gekk of langt - skilar engu nema gremju og reiði.
En að öðru:
Gleðilegt ár - megi nýja árið verða fullt af nýjum tækifærum, styrkri samtöðu og gleði og friði í hjörtum...maður má alltaf vona...
Farið varlega. Áramótafaðmlag austan að landi.
Fólk slasað eftir mótmæli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | 31.12.2008 | 16:21 (breytt kl. 16:28) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Dægurmál | 24.12.2008 | 12:42 (breytt kl. 12:42) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Skatan í hádeginu var nokkuð ljúffeng, lyktin finnst mér verri... Pabbi sauð þetta eins og fínn maður í eldhúsinu heima hjá sér...og ilmurinn eftir því. Þetta er herramanns matur, í góðu hófi þó
Skatan hans pabba í pottinum:
Gleðilegan skötudag!
Dagur kæstu skötunnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | 23.12.2008 | 15:57 (breytt kl. 15:59) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég hef velt því mikið fyrir mér síðustu daga hvers vegna nokkrir mótmælendur fara huldu höfði, með svarta og drungalega klúta fyrir andlitinu. Mér finnst þetta gera þá skuggalegri og þeir eru í raun líkari glæpamönnum en glæpamennirnir sjálfir... Þeir ættu heldur að taka mótmælanda Íslands til fyrirmyndar.
Ég læt vera að tjá mig mikið um bolinn sem drengurinn, einn mótmælandanna, var í þegar hann heimsótti forsetann - boðskapurinn var ekki beint þroskaður...þó málefnið sé það vissulega.
Hengilásar og forsetakaffi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | 22.12.2008 | 19:35 (breytt kl. 19:36) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Mig langar að nota tækifærið og þakka skartgripaverslun í Reykjavík fyrir þennan glæsilega jólabækling sem ég fékk sendan, líkt og flestir landsmenn, í pósti nýlega. Ég hafði einmitt ætlað mér að gefa mínum heittelskaða Rolex úr fyrir 875.391 króna. Mamma fær svo gullhálsmenið sem kostar 97.320. Ég ætlaði mér klárlega að versla þarna fyrir jólin - því það er ekki hugurinn sem gildir heldur verðið...
Í þessum bæklingi var engin vara sem hinn ,,venjulegi" borgari myndi kaupa - sú ódýrasta í kringum 15 þúsund krónurnar - sú langódýrasta. Hlægilegt var það eða sorglegt, veit ekki hvort.
Dægurmál | 20.12.2008 | 17:37 (breytt kl. 17:39) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Síðustu daga hef ég fengið áróðurspósta í tonnatali þess efnis að ég eigi að hunsa Bónus - ég hunsa þessa pósta. Mig munar um peningana. Vissulega búum við hér fyrir norðan við betra úrval, hér eru jú Hagkaup og Nettó. En á mínum heimaslóðum, Egilsstöðum, verður fólk að velja milli Kaupfélagsins og Bónus. Vissulega verslar maður á báðum stöðum en ég verð að viðurkenna að stórinnkaup geri ég í Bónus og versla svo það sem á vantar í KHB.
Á þessum síðustu og verstu tímum hefur maður ekki efni á því að útiloka þá sem bjóða lægsta verðið. Glæpamenn eða ekki glæpamenn, ég veit vel að Bónus er engin góðgerðastofnun en verðið talar sínu máli, hér er brot úr verðkönnun sem var gerð á Akureyri nýlega:
Vöruflokkar | Bónus | Nettó | Samkaup Úrval | Hagkaup | Samkaup Strax | 10-11 | Hæsta verð | Lægsta verð |
Nýmjólk 1l | 95 | 97 | 103 | 103 | 109 | 119 | 119 | 95 |
Rjómi ½ lítri | 307 | 311 | 318 | 350 | 364 | 485 | 485 | 307 |
Ab-mjólk 1l | 186 | 195 | 199 | 207 | 220 | 249 | 249 | 186 |
Smjörvi | 186 | 189 | 220 | 237 | 259 | 269 | 269 | 186 |
Rjómaostur 400 g | 312 | 315 | 379 | 435 | 459 | 459 | 312 | |
Engjaþykkni karamellu | 90 | 93 | 103 | 115 | 123 | 129 | 129 | 90 |
Mozzarellaostur rifinn 200 g | 199 | 264 | 265 | 309 | 325 | 349 | 349 | 199 |
Brazzi eplasafi 1l | 109 | 118 | 124 | 239 | 239 | 109 | ||
Hveiti Pilsbury best | 369 | 379 | 389 | 439 | 514 | 514 | 369 |
Nú er ég milli steins og sleggju - mig langar að mótmæla spillingunni en veskið leyfir mér það varla...
p.s. er það ennþá takmark ríkisins að ná sér niður á Jóhannesi - eru ekki fjölmörg önnur mál sem þarf að skoða? Af hverju eru þau ekki sett í forgang og þessu leyft að bíða fram á nýja árið... Endalaus hringavitleysa - og allt í sama farinu.
Kemur ekki á óvart | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | 20.12.2008 | 17:02 (breytt kl. 17:21) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Það er ótrúlegt hvað hrós og elskulegheit geta gert fyrir mann. Það kom til mín góð kona í dag, hrósaði mér og færði mér jólaskreytingu. Þvílík gleði. Merkilegt, og notalegt, hvað manni hlýnar um hjartarætur.
Takk fyrir mig (þótt þú lesir örugglega aldrei blogg)
Dægurmál | 16.12.2008 | 20:10 (breytt kl. 20:11) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
...rauk upp við lestur þessarar greinar AA Gill hjá The Sunday Times.
AA Gill kom hingað til lands og kynnti sér aðstæður. Það er gaman að lesa upplifun hans á ástandinu hér á Íslandi, og ekki síst á Íslendingum sjálfum. Lesið greinina, ég lofa að hún stappar í ykkur stálinu - hún er raunsæ en jafnframt full af gleði, von og bjartsýni...sem er komin frá okkur sjálfum.
,,Who the Icelandics are is one of the great enigmas of northern Europe. They speak an ancient, pure Scandinavian. They are horrifically hard-drinking, maudlin and prone to flights of dark nihilism and lengthy bitterness. They are taciturn fishermen and farmers; stoical, practical and moral. They have published more books and produced more chess grandmasters per head than anywhere else. They read more and write more, they sing and play instruments. Everyone here can change a tyre, strip an engine, ride a horse, sail a boat, dress a sheep and cure a salmon. They have grown through a hard Calvinism to a moral atheism while maintaining an open mind about elves."
Njótum aðventunnar - með sama æðruleysinu og hefur fylgt okkur í gegnum aldirnar...
Brown sparkaði í Íslendinga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | 14.12.2008 | 11:42 (breytt kl. 11:43) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Skítt með tóbaks- og áfengisgjöld og aðra munaðarvöru. Hins vegar kemur eldsneytishækkun sér illa fyrir öll heimili í landinu. Eins má segja um bifreiðagjöldin. Þetta er röng hækkun, á röngum tíma og í kolvitlausu húsi.
Það er a.m.k. kristaltært núna að við, almenningur, eigum að greiða upp skuldir sukkaranna. Skál! Verði þeim að góðu og megi þeir njóta timburmannanna...lengi.Áfengisgjald hækkað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | 11.12.2008 | 23:21 (breytt kl. 23:22) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Ég vil ekki hlýnandi veður í desember. Er því algjörlega mótfallin. Í desember á að vera frost, hörkufrost, snjókoma, stillt og gott veður. Svo má gjarnan koma einstaka hríð og bylur. Það er svo notalegt...
Stormur í kvöld og aftur á morgun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | 10.12.2008 | 12:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)