Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2009
Marinó kemur glaður með víkingakórónu á höfði - ,,mamma það var þorrablót á leikskólanum"
Mamma: ,,frábært - og fékkstu þér hákarl?"
Marinó: ,,nei mamma ég borða ekki hákarl og ekki hval"
Mamma: ,,nú en fékkstu þér sviðasultu?"
Marinó: ,,nei, ég borða ekki heldur smiðasultu"
Mamma: ,,hmmm en hvað með hrútspunga?"
Marinó: ,,nei mamma, ég borða ekki rostunga!"
Þessar elskur - smiðasulta og rostungar...
Dægurmál | 30.1.2009 | 20:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hefði ekki verið nær að þessir gæjar færu í afþíðingu?
Þeir voru freðnir fyrir, og rúmlega það.
Hreiðar Már nýkominn frá Suðurskautslandinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | 29.1.2009 | 10:58 (breytt kl. 11:01) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Dægurmál | 28.1.2009 | 22:51 (breytt kl. 22:53) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Ætli það sé ávanabindandi að mótmæla?
Ætli maður verði háður þessu og á endanum mótmæli maður bara hverju sem er, hvar sem er og hvenær sem er?
Er til eitthvað sem heitir mótmælisti...og er til lækning eða meðferð við því
Lögregla beitti piparúða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | 28.1.2009 | 21:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Geta menn ekki hugsað út fyrir flokkinn rétt á meðan þeir óska forsætisráðherra góðs bata?
Ég hjó eftir því í kvöldfréttunum að veikindin virðast fyrst og fremst vera áfall fyrir Sjálfstæðisflokinn - en ekki þjóðina alla - sem þau að sjálfsögðu eru.
Er hluti af hundinum ef til vill grafinn í þessari þröngsýni Sjálfstæðismanna? Stórt er spurt...
Veikindi Geirs mikið áfall | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | 23.1.2009 | 22:09 (breytt kl. 22:12) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Það er skemmtileg upplifun að vera nemandi á ný. Ekki það að það sé svo óralangt síðan ég útskrifaðist, en einhvern veginn er maður algjörlega dottinn úr þessum gír. Nú er ég öfugu megin við borðið - eða eiginlega báðum megin. Það getur verið erfitt að halda fullri athygi í 6 - 8 klukkutíma...
Maður hefur vissulega gott af þessu og kemur eflaust mun nemendavænni til vinnu nú á nýrri önn
Dægurmál | 21.1.2009 | 00:42 (breytt kl. 00:42) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
...en að storma í ,,við erum góður gæjarnir" fyrirfram dauðadæmda auglýsingaherferð?
Jú, þeir ættu að vera heima hjá sér, vinna að því að koma á friði, leggja niður vopn og hætta að drepa saklausa borgara. Og hana nú! Snáfiði.
Heimsókn Ísraela til Íslands afþökkuð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | 16.1.2009 | 23:11 (breytt kl. 23:12) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ágætis tilboð í kreppunni:
Hér er notaður legsteinn til sölu. Hann er sagður henta best fyrir þann sem heitir Homer Hendel Bergen Heinzel. Aðeins eitt eintak til sölu.
Sett af lítið notuðum gervigómum til sölu. Aðeins 2 tennur vantar
Rúmdýna í fullri stærð. 20 ára ábyrgð. Eins og ný. Örlar á hlandlykt.
Kalkúnn til sölu. Að hluta til snæddur. Aðeins 8 daga gamall. Báðir leggir ósnertir.
Dægurmál | 14.1.2009 | 17:13 (breytt kl. 17:14) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Nú sit ég sveitt en jafnframt einbeitt og sem próf, legg fyrir próf og fer yfir próf...allt snýst um próf og skóla þessa dagana. Valkvíði, góðvinur minn, er enn á ný kominn í heimsókn. Ég þarf sumsé að velja á milli þriggja námskeiða í Mastersnáminu í HÍ til að taka í fjarnámi núna...
Íslenska sem annað tungumál
Nám og þroski barna, unglinga og fullorðinna
Ritlist og bókmenntir
Hmmm...hvað hljómar nú best af þessu? Hvað ætli gagnist mér best í lífi og starfi?...erfitt val, ó já.
Dægurmál | 13.1.2009 | 17:34 (breytt kl. 17:36) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Þá er komið að kveðjustund. Fallega jólatréð á leið út á götu, skrautið ofan í kassa og aðventuljósin þurfa að bíða í ellefu mánuði eftir því að sjá dagsins ljós á ný. Þessu fylgir alltaf ákveðin sorg eða tregi, ég verð að viðurkenna það.
Hins vegar er ég ein af þeim sem ætla mér að leyfa hvítu ljósunum að loga aðeins lengur. Ég get ekki hugsað mér að slökkva í myrkasta skammdeginu. Mér finnst þetta gott átak. Jóladótið og aðventuljósið fer niður en hvítu seríurnar fá að lifa, aðeins lengur...og ég á nú nokkrar Sörur eftir til að maula í góðu tómi á kvöldin...við bjarmann af ljósunum
Kveðja jólin á þrettánda | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | 6.1.2009 | 15:32 (breytt kl. 16:50) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Eldri færslur
Bloggvinir
Af mbl.is
Íþróttir
- Bílslysið hefði klárlega getað endað mun verr
- Sóknarmaður til Liverpool?
- Eignast hlut í félagi en spilar enn
- Chelsea og Lyon í átta liða úrslit
- Náði sínum besta árangri á ferlinum
- Óstöðvandi í Meistaradeildinni
- Valur á botninum eftir tap á Hlíðarenda
- Endurkomusigur Íslandsmeistaranna gegn nýliðunum
- Þór lagði nýliðana
- Getum lært ýmislegt af Palestínu
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 1100
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar