Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2009
Þetta er tær snilld:
http://larahanna.blog.is/blog/larahanna/entry/682323/
Húrra, húrra, húrra! Bermúdaskál
Dægurmál | 25.2.2009 | 14:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mikið finnst mér vera kominn tími til að lífga upp á þennan sívinsæla dagskrárlið RÚV. Hvernig væri að taka svona lifandi og fjölbreytilegan þátt eins og Útsvar að einhverju leyti til fyrirmyndar?
Ég horfði á þáttinn í gær - með fullri virðingu fyrir nýja spyrlinum þá vantar töluvert upp á. Hún samkjaftar ekki og kemur með innantómar línur og óhnitmiðaða brandara hér og þar sem þeir eiga alls ekki heima. Já þetta var frekar vandræðalegt. Keppnin sjálf auðvitað líka, staðan 9 - 20 og eitthvað mestallan tímann. Litla hjartað í mér sló fyrir minni manninn, eins og oft áður, og það var kannski ein ástæðan fyrir því að ég skipti um stöð þegar langt var liðið á keppnina, ég gafst upp og sagði pass.
Dægurmál | 22.2.2009 | 11:45 (breytt kl. 11:46) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Þessa dagana virðist allt vera misskilningur á misskilning ofan. Talar enginn sama tungumálið lengur?
Ég er komin með leið á því að þingmenn eyði dýrmætum tímanum í að þrasa um sömu hlutina, smámuni miðað við það sem þeir eiga í raun og veru að ræða um. Og guð forði háttvirtum forseta vorum frá því að fara í fleiri viðtöl, þar eru orð hans mistúlkuð í gríð og erg.
Hættið að blaðra og farið að vinna.
Segir túlkun Geirs byggja á misskilningi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | 16.2.2009 | 22:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
...sá viðtal við Geir H. Haarde fyrr í kvöld í fréttaþættinum HardTalk á BBC. Spyrillinn var góður, spurði einfaldra og beinskeyttra spurninga.
Helstu niðurstöður:
Fréttamaðurinn fór með rangt mál í annarri hverri spurningu (að mati herra Haarde)
Það er ekki tímabært að finna sökudólga í þessu máli (að mati herra Haarde)
Jú kannski hefði verið betra að ræða beint við hr.Brown í byrjun október (að mati herra Haarde)
Nei það er ekkert óeðlilegt við það að Davíð sé ennþá seðlabankastjóri og óhlýðnist forsætisráðherra (að mati herra Haarde)
Geir ber enn enga ábyrgð á þessari fjármálakreppu (að mati herra Haarde)
...úff get ekki meir...mér er orðið óglatt (mitt eigið mat)
Dægurmál | 13.2.2009 | 00:06 (breytt kl. 00:10) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Ég hef yfirleitt litið á listamannalaun sem jákvæðan hlut. Jú það þarf að hlúa að menningu landans og styrkja þá sem vilja leggja sitt af mörkum. Hins vegar finnst mér ljótt að gera upp á milli manna, þín bók var miklu betri en hans svo þú færð þrjú ár. Þetta er leiðinleg hugsun.
Þegar ég lít yfir listann yfir þá rithöfunda sem fengu styrk í ár er engu líkara en þeir séu í áskrift að launum frá ríkinu fyrir að gera sama og ekkert. Margir á þessum lista hafa í mesta lagi sent frá sér eina eða tvær bækur síðustu sex árin en hafa verið á listamannalaunum öll árin, er það eðlilegt? Eru það nógu góð afköst til þess að þiggja styrk frá okkur?
Ég held að það væri ráð að endurnýja listann, styrkja nýja og óreynda rithöfunda frekar en þá rithöfunda sem selja 10 þúsund eintök í jólabókaflóðinu, þeir fá greitt fyrir hverja bók sem selst, ekki satt? Eru þeir þá ekki góðir næstu árin? Eða hvað...spyr sú sem ekki veit...
Hver ákveður hver er nógu mikill listamaður til að fá listamannalaun? Hvenær er maður nógu mikill listamaður? Er það virkilega þegar maður hefur skapað sér fastan sess og er í hópi þekktustu listamanna landsins og selur verk sín og getur lifað ágæti lífi af ágóðanum? ...? Er þá styrkurinn ekki fallinn um sjálfan sig?
Þrír rithöfundar fá starfslaun í 3 ár | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | 9.2.2009 | 21:54 (breytt kl. 21:58) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Dægurmál | 7.2.2009 | 00:36 (breytt kl. 00:36) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
...þetta er ekkert mál; já ég klúðraði þessu, ég ber ábyrgð. Ég ætla að gera allt sem í mínu valdi stendur til að sjá til þess að svona lagað komi ekki fyrir aftur.
Eitthvað sem Obama hefur en ekki íslenskir stjórnmálamenn. Við lærum jú flest strax í leikskóla að segja fyrirgefðu, ég ætlaði ekki að gera þetta, sé eftir því og ætla aldrei að gera þetta aftur Eitthvað hefur klikkað...
Obama: Ég klúðraði þessu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | 4.2.2009 | 12:40 (breytt kl. 12:41) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
...ég er frekar efins þessa dagana og jafnvel kvíðin.
Ég er búin að fá inn í framhaldsnám í HÍ og rétt byrjuð í náminu, þarf að segja upp þessari fínu kennarastöðu hér fyrir norðan þar sem ég þarf að flytja í höfuðborgina (úr 120 m2 íbúð í 87 m2) því námið er ekki kennt í fjarnámi. Einhvern veginn finnst mér þetta allt saman svo galið eins og ástandið er. Átjan þúsund manns eru atvinnulausir og enn fleiri að missa vinnuna.
...ætli maður komist aftur inn á vinnumarkaðinn...eða sitji kannski eftir með sárt ennið, þybbnara námslán, masterspróf og svangan maga...hmmm? Stórt er spurt...sem fyrri daginn.
Dægurmál | 3.2.2009 | 21:35 (breytt kl. 21:36) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)