Ríkisstarfsmenn í Marðarhundi

Þar hefurðu það herra Skattstjóri Reykjavíkur, sem í ár ákvaðst að gefa starfsfólki þínu hina ,,alíslensku" Cintamaniúlpu í jólagjöf - og hverjir borga? Jú við, skattgreiðendur...húrra og gleðileg jól...

cintamani_logo


mbl.is Harma umfjöllun um Cintamani
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hverju var mótmælt?

Kryddsíldinni? Áramótum? Sigmundi Erni? Tækjabúnaði Stöðvar tvö? Guðmundi og Snorra Steini?

Það er gott við getum glaðst saman á gamlársdag og stundað þroskuð og vel hugsuð mótmæli. Þetta er hreint og beint ofbeldi og að auki framin skemmdarverk á eigum annarra.

Þetta fólk (og ég veit að þetta er lítill hópur) má gjarnan fá að taka afleiðingum gjörða sinna. Þetta gekk of langt - skilar engu nema gremju og reiði.

images

En að öðru:

Gleðilegt ár - megi nýja árið verða fullt af nýjum tækifærum, styrkri samtöðu og gleði og friði í hjörtum...maður má alltaf vona...

Farið varlega. Áramótafaðmlag austan að landi.


mbl.is Fólk slasað eftir mótmæli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gleðilega hátíð ljóss og friðar

jól
Megi nýja árið taka brosandi á móti okkur, fullt af nýjum tækifærum, gleði og friði.
 

Ljúffeng

Skatan í hádeginu var nokkuð ljúffeng, lyktin finnst mér verri... Pabbi sauð þetta eins og fínn maður í eldhúsinu heima hjá sér...og ilmurinn eftir því. Þetta er herramanns matur, í góðu hófi þó Wink

Skatan hans pabba í pottinum:

Skata

Gleðilegan skötudag! 


mbl.is Dagur kæstu skötunnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Eyrún Huld Haraldsdóttir
Eyrún Huld Haraldsdóttir
Kona, dóttir, systir, frænka, vinkona og móðir. Ættuð af Fjöllunum í annan legginn og Skaganum í hinn. B.A.próf í íslensku - kennari í framhaldsskóla.

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband