Færsluflokkur: Dægurmál
...við tökum þá næsta vetur
Er ekki silfrið örugglega ennþá nýja gullið?
![]() |
Kópavogur vann Útsvarið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | 13.3.2009 | 22:17 (breytt kl. 22:18) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Ég á víst ógreitt útsvar samkvæmt nýju skattaskýrslunni minni en ég ætla hins vegar ekki að ræða um það...heldur Útsvar, spurningakeppnini á RÚV.
Mínir menn etja kappi við Kópavogsbúa í kvöld í úrslitaviðureigninni. Héraðsmenn hafa frábært lið í alla staði, þau eru klár, fyndin og hafa gaman af þessu. Hins vegar eru keppinautarnir ekki eins glaðlegir. Grafalvarlegir Kópavogsbúar, fyrrum Gettu betur keppendur, lögfræðinemar í jakkafötum sem virðast vera að spila upp á líf og dauða... Þetta verður áhugaverð keppni - eitt skemmtilegasta liðið á móti því alvarlegasta!
Gangi okkur vel Héraðsmenn! Lengi lifi The Shire!
Dægurmál | 13.3.2009 | 17:25 (breytt kl. 17:58) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
...mikli frá Kasmír er eftir allt ekki svo óspennandi bók.
Ég man eiginlega ekki eftir að hafa lesið hana í menntaskóla, held reyndar að ég hafi oftast sofið með hana á andlitinu í stað þess að rýna í þá merku speki sem Nóbelskáldið setti á blað.
Nú eru nokkrir nemenda minna að lesa söguna og því ákvað ég að leggja í hana á ný. Ég sé ekki eftir því. Sagan er vissulega langdregin á köflum og ég skil það vel að ungu fólki þyki hún strembin. Á stundum virðist sem enginn sé söguþráðurinn, ótengdar myndir, hugsanir, trú og heimspeki flæða um án nokkurrar stefnu. Þarna eru hugrenningar áttavilts pilts sem flögrar úr einni fílósófíunni í aðra eins og blindur andarungi. Steinn Elliði leitar sjálfsins og lesandinn er ferðafélagi hans í áður ókunnum heimum.
Það að finnast sagan áhugaverð og jafnvel góð er kannski þroskamerki. Ég er kannski, eftir allt saman, enginn unglingur lengur
Dægurmál | 10.3.2009 | 23:24 (breytt kl. 23:28) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Kreppa eða ekki kreppa...nú skulum við gömlu skella okkur á U2 tónleika í sumar.
Langþráður daumur. Maður veit aldrei hvenær það verður of seint... Grípum gæsina í þetta skipti.
Jæja, þá er ég búin að sannfæra mig
![]() |
U2 mun rokka í Evrópu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | 9.3.2009 | 21:34 (breytt kl. 21:36) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Dægurmál | 7.3.2009 | 17:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Mikið er þriðjungur íslensku þjóðarinnar skilningsríkur og umburðalyndur.
Ég veit ekki hvort það er eins gott og það hljómar
![]() |
Sjálfstæðisflokkur með mest fylgi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | 5.3.2009 | 18:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Þetta er tær snilld:
http://larahanna.blog.is/blog/larahanna/entry/682323/
Húrra, húrra, húrra! Bermúdaskál
Dægurmál | 25.2.2009 | 14:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mikið finnst mér vera kominn tími til að lífga upp á þennan sívinsæla dagskrárlið RÚV. Hvernig væri að taka svona lifandi og fjölbreytilegan þátt eins og Útsvar að einhverju leyti til fyrirmyndar?
Ég horfði á þáttinn í gær - með fullri virðingu fyrir nýja spyrlinum þá vantar töluvert upp á. Hún samkjaftar ekki og kemur með innantómar línur og óhnitmiðaða brandara hér og þar sem þeir eiga alls ekki heima. Já þetta var frekar vandræðalegt. Keppnin sjálf auðvitað líka, staðan 9 - 20 og eitthvað mestallan tímann. Litla hjartað í mér sló fyrir minni manninn, eins og oft áður, og það var kannski ein ástæðan fyrir því að ég skipti um stöð þegar langt var liðið á keppnina, ég gafst upp og sagði pass.
Dægurmál | 22.2.2009 | 11:45 (breytt kl. 11:46) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Þessa dagana virðist allt vera misskilningur á misskilning ofan. Talar enginn sama tungumálið lengur?
Ég er komin með leið á því að þingmenn eyði dýrmætum tímanum í að þrasa um sömu hlutina, smámuni miðað við það sem þeir eiga í raun og veru að ræða um. Og guð forði háttvirtum forseta vorum frá því að fara í fleiri viðtöl, þar eru orð hans mistúlkuð í gríð og erg.
Hættið að blaðra og farið að vinna.
![]() |
Segir túlkun Geirs byggja á misskilningi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | 16.2.2009 | 22:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
...sá viðtal við Geir H. Haarde fyrr í kvöld í fréttaþættinum HardTalk á BBC. Spyrillinn var góður, spurði einfaldra og beinskeyttra spurninga.
Helstu niðurstöður:
Fréttamaðurinn fór með rangt mál í annarri hverri spurningu (að mati herra Haarde)
Það er ekki tímabært að finna sökudólga í þessu máli (að mati herra Haarde)
Jú kannski hefði verið betra að ræða beint við hr.Brown í byrjun október (að mati herra Haarde)
Nei það er ekkert óeðlilegt við það að Davíð sé ennþá seðlabankastjóri og óhlýðnist forsætisráðherra (að mati herra Haarde)
Geir ber enn enga ábyrgð á þessari fjármálakreppu (að mati herra Haarde)
...úff get ekki meir...mér er orðið óglatt (mitt eigið mat)
Dægurmál | 13.2.2009 | 00:06 (breytt kl. 00:10) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Eldri færslur
Bloggvinir
Af mbl.is
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (17.4.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar