Færsluflokkur: Dægurmál

Bónus býður betur

Síðustu daga hef ég fengið áróðurspósta í tonnatali þess efnis að ég eigi að hunsa Bónus - ég hunsa þessa pósta. Mig munar um peningana. Vissulega búum við hér fyrir norðan við betra úrval, hér eru jú Hagkaup og Nettó. En á mínum heimaslóðum, Egilsstöðum, verður fólk að velja milli Kaupfélagsins og Bónus. Vissulega verslar maður á báðum stöðum en ég verð að viðurkenna að stórinnkaup geri ég í Bónus og versla svo það sem á vantar í KHB.

Á þessum síðustu og verstu tímum hefur maður ekki efni á því að útiloka þá sem bjóða lægsta verðið. Glæpamenn eða ekki glæpamenn, ég veit vel að Bónus er engin góðgerðastofnun en verðið talar sínu máli, hér er brot úr verðkönnun sem var gerð á Akureyri nýlega:

VöruflokkarBónusNettóSamkaup
Úrval 
HagkaupSamkaup
Strax
10-11Hæsta verðLægsta verð
Nýmjólk 1l959710310310911911995
Rjómi ½ lítri307311318350364485485307
Ab-mjólk 1l186195199207220249249186
Smjörvi 186189220237259269269186
Rjómaostur 400 g312315379435 459459312
Engjaþykkni karamellu909310311512312912990
Mozzarellaostur  rifinn 200 g 199264265309325349349199
Brazzi eplasafi 1l 109118124 239239109
Hveiti Pilsbury best369379389439514 514369

Nú er ég milli steins og sleggju - mig langar að mótmæla spillingunni en veskið leyfir mér það varla...

p.s. er það ennþá takmark ríkisins að ná sér niður á Jóhannesi - eru ekki fjölmörg önnur mál sem þarf að skoða? Af hverju eru þau ekki sett í forgang og þessu leyft að bíða fram á nýja árið... Endalaus hringavitleysa - og allt í sama farinu. 


mbl.is Kemur ekki á óvart
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jólahrós

Það er ótrúlegt hvað hrós og elskulegheit geta gert fyrir mann. Það kom til mín góð kona í dag, hrósaði mér og færði mér jólaskreytingu. Þvílík gleði. Merkilegt, og notalegt, hvað manni hlýnar um hjartarætur.

jólastjarna

Takk fyrir mig (þótt þú lesir örugglega aldrei blogg) Heart


Þjóðarstoltið

...rauk upp við lestur þessarar greinar AA Gill hjá The Sunday Times.  iceland

AA Gill kom hingað til lands og kynnti sér aðstæður. Það er gaman að lesa upplifun hans á ástandinu hér á Íslandi, og ekki síst á Íslendingum sjálfum. Lesið greinina, ég lofa að hún stappar í ykkur stálinu - hún er raunsæ en jafnframt full af gleði, von og bjartsýni...sem er komin frá okkur sjálfum.

 ,,Who the Icelandics are is one of the great enigmas of northern Europe. They speak an ancient, pure Scandinavian. They are horrifically hard-drinking, maudlin and prone to flights of dark nihilism and lengthy bitterness. They are taciturn fishermen and farmers; stoical, practical and moral. They have published more books and produced more chess grandmasters per head than anywhere else. They read more and write more, they sing and play instruments. Everyone here can change a tyre, strip an engine, ride a horse, sail a boat, dress a sheep and cure a salmon. They have grown through a hard Calvinism to a moral atheism while maintaining an open mind about elves."

Njótum aðventunnar - með sama æðruleysinu og hefur fylgt okkur í gegnum aldirnar... Heart


mbl.is Brown sparkaði í Íslendinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sukkaraskuldirnar

Skítt með tóbaks- og áfengisgjöld og aðra munaðarvöru. Hins vegar kemur eldsneytishækkun sér illa fyrir öll heimili í landinu. Eins má segja um bifreiðagjöldin. Þetta er röng hækkun, á röngum tíma og í kolvitlausu húsi.

ísl brennivin
Það er a.m.k. kristaltært núna að við, almenningur, eigum að greiða upp skuldir sukkaranna. Skál! Verði þeim að góðu og megi þeir njóta timburmannanna...lengi.
mbl.is Áfengisgjald hækkað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hypjaðu þig Kári!

Ég vil ekki hlýnandi veður í desember. Er því algjörlega mótfallin. Í desember á að vera frost, hörkufrost, snjókoma, stillt og gott veður. Svo má gjarnan koma einstaka hríð og bylur. Það er svo notalegt...

letitsnow


mbl.is Stormur í kvöld og aftur á morgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Íslensk hönnun

Jólagjöfin í ár er íslensk hönnun - af augljósum ástæðum.

Ég hef mikinn áhuga á fallegum hlutum og dáist að fólki sem vinnur við það að láta drauma sína rætast og koma hugmyndum sínum á framfæri. Ég á nokkrar hugmyndir...og nokkra drauma sem vonandi fá að sjá dagsins ljós við tækifæri.

Ég læt fylgja með mynd af snögum sem mig dauðlangar í (hint, hint :). Það er hægt að finna marga fallega hluti í versluninni Sirku á Akureyri, meðal annars þessi flottu hreindýrahorn eftir Ingibjörgu H. Bjarnadóttur:

notrudolfii_medium

Gleðifréttir

Þetta eru sannarlega góðar fréttir. Þeir hafa vonandi áttað sig á því hve raunverulegur sparnaður af uppátækinu var lítill - það er nauðsynlegt að hafa svæðisútvörpin, þau þjappa landsbyggðinni saman.
mbl.is Svæðissendingar halda áfram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jólagjöfin í ár - Bíum bíum...

Agnes systir mín og hennar ektamaður, Dóri, voru að gefa út geisladiskinn Bíum bíum. Hér eru á ferðinni 24 vögguljóð, gömul og ný, sem Dóri útsetti fyrir spiladós og eru lögin spiluð sem slík. Diskurinn kostar 2000 krónur og fæst hjá þeim skötuhjúum. Einnig er hægt að nálgast gripinn á markaðnum (Egilsstöðum) eða fá hann sendan heim að dyrum hvar sem þið eruð stödd á landinu.

 bium bium

Diskurinn er framleiddur af þeim sjálfum og í heimabyggð. Hugmyndin kviknaði við fæðingu Eyvindar, sonar þeirra, því hann eins og mörg börn róast við söng spiladósarinnar. Það er einhver dulúð og ró sem kemur yfir mann þegar hlustað er á fallega, einfalda laglínu, spilaða á þennan hátt.

Kynningarmyndband má sjá hér: http://www.warenmusic.com/

Upplýsingar og pantanir: dori@vax.is eða í síma 861-2450 

Íslenskt já takk! Njótið vel.

Desember

Loksins. Ég tek á móti jólamánuðinum með gleði og tilhlökkun. Eins og lítið barn og brosi við ljósaskreytingunum sem lífga svo sannarlega upp á drungalegt kreppuskammdegið. Kvíðinn og treginn hörfa undan hinum sanna og lifandi jólaanda.

 

Snowflake_300h

 

Gleðilega aðventu - njótum hennar. 


Ótrúlegt

Auðvitað er Geir ekki ábyrgur, ekkert frekar en neinn annar.

Meiri segja ég skammast mín fyrir þátttökuna í góðæri síðustu ár...blinduð af góðærisást og lofum. Hvað þarf til að stjórnendur viðurkenni ábyrgð sína? Auðvitað liggur ábyrgðin líka hjá þeim, ef ekki fyrst og fremst. Þetta er ótrúleg hræsni.


mbl.is Geir: Tel mig ekki persónulega ábyrgan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Eyrún Huld Haraldsdóttir
Eyrún Huld Haraldsdóttir
Kona, dóttir, systir, frænka, vinkona og móðir. Ættuð af Fjöllunum í annan legginn og Skaganum í hinn. B.A.próf í íslensku - kennari í framhaldsskóla.

Apríl 2025

S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Af mbl.is

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband