...þessir menn skulu fá að borga okkur tilbaka, hverja krónu sem þeir eiga í þessum troðfullu vösum sínum. Græðgi, spilling, valdníðsla, rán og svik. Ég á ekki nógu sterk orð í mínum orðaforða til að tjá mig um málefnið.
Ég er ekki reið lengur - eiginlega bara sorgmædd, ég vorkenni þeim sem hafa látið blekkjast og sokkið dýpra, dýpra og dýpra ofan í kviksyndi græðginnar...nú er engin leið út, sæmdin horfin og orðstír dáinn.
Hvað er þá eftir?
Þurfa ekki að greiða fyrir hluti í Kaupþingi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Dægurmál | 4.11.2008 | 09:17 (breytt kl. 09:19) | Facebook
Athugasemdir
Þetta kallast á góðri Íslensku skattsvik, þjófnaður og bankarán. Skattsvik fyrir að borga 10% fjármagnstekjuskatt af arði hlutabréfa sem þeir áttu ekki, þjófnaður að stinga 90% af arðinum beint í vasann og bankarán að afskrifa skuldir sín á milli. Hvaða dóm ættu þessir menn að fá og hvenær ætli þeir verði dæmdir ?
Sævar Einarsson, 4.11.2008 kl. 10:43
Það sem er eftir er að láta okkur borga þeirra skuldir með sköttum næstu 200 ár!
Magni (IP-tala skráð) 4.11.2008 kl. 12:14
EF allir Íslendingar taka sig saman um næstu mánaðarmót og borga ekki bankalán þá gerist kannski eitthvað.
Haraldur Bjarnason, 4.11.2008 kl. 19:00
Já en þorum við að taka þá áhættu - söfnum við ekki dráttarvöxtum að óþörfu því stjórnvöld bregðast ekki við? Ég veit ekki...
Eyrún Huld Haraldsdóttir, 4.11.2008 kl. 20:21
Mikið er ég sammála þér....
Ég hef grun um að verið sé að tefja fyrir rannsóknum til að einhverjir eða
allir sleppi með skrekkinn og eftir einhver ár firnist hugsanlega eitthvað og
annað gleymist og þeir sem eigi hluta að máli sleppi með skrekkinn og geti
notið fjármagns sem þeir hefi skotið undan og geymi annarsstaðar.....
Furðulegt hvernig tekið er á málunum....
Ef þetta væri eitthvert fyrirtæki þá væri "deild" eins og Seðlabankinn látinn
fjúka í hvelli og aðrir rannsaka málið ,því þeim er ekki stætt á að vera áfram....
Þetta er mitt álit.....
KV. Berglind
Berglind Berghreinsdóttir, 5.11.2008 kl. 09:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.